Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.01 bls. 1
  • Hve mikilvægur er kristinn félagsskapur?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hve mikilvægur er kristinn félagsskapur?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Svipað efni
  • Dagskrá fjölskyldunnar — safnaðarsamkomur
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Hvers vegna ættum við að safnast saman til tilbeiðslu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2016
  • Kunnum að meta kristnar samkomur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1998
  • Hvað áttu eftir að upplifa á safnaðarsamkomum hjá okkur?
    Hverjir gera vilja Jehóva?
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2001
km 8.01 bls. 1

Hve mikilvægur er kristinn félagsskapur?

1 „Enginn maður er eyland.“ Þessi fullyrðing ljóðskálds frá 17. öld endurómar það sem Biblían segir um eina af frumþörfum mannsins — félagsskapinn. (Orðskv. 18:1, NW) Hvernig uppfyllir kristna bræðrafélagið þessa þörf?

2 Í boðunarstarfinu: Bræðurnir styrkja okkur hvað mest í boðunarstarfinu. Jesús sendi lærisveinana út „tvo og tvo“ til að prédika. (Mark. 6:7; Lúk. 10:1) Þegar við fylgjum þessari fyrirmynd og förum með öðrum í boðunarstarfið kynnumst við af eigin raun sannleiksgildi orðanna í Prédikaranum 4:9, 10. Trú, hlýðni og kærleikur starfsfélaga okkar styrkir okkur og örvar.

3 Persónuleg aðstoð: Bræðrafélagið veitir líka hvatningu og leiðbeiningar sem hjálpa okkur að takast á við álag og standast freistingar. Kristnir félagar geta bent okkur á ritningarstaði sem fjalla um það sem angrar okkur. Þeir biðja jafnvel fyrir okkur líkt og við biðjum fyrir þeim. (2. Kor. 1:11) Og gott fordæmi þeirra styrkir okkur og hvetur til góðra verka.

4 Á samkomum: Við njótum þeirrar blessunar sem kristinn félagsskapur veitir þegar við mætum reglulega á safnaðarsamkomur. (Hebr. 10:24, 25) Dagskráin er fræðandi og andlega auðgandi og nærvera okkar styrkir sambandið við trúsystkin okkar. Þar fáum við að heyra bræður og systur tjá trú sína, hvort sem þau gera það af sviðinu eða úr salnum. (Rómv. 1:12) Vináttuböndin styrkjast þegar við ræðum saman fyrir og eftir samkomurnar. Við fáum tækifæri til að segja öðrum trústyrkjandi frásögur af sjálfum okkur. Það hefur jákvæð áhrif á okkur þegar við komum frjálslega saman ásamt þeim sem elska Jehóva, orð hans, verk hans og fólk hans. — Fil. 2:1, 2.

5 Við þurfum á kristnum félögum að halda. Án þeirra væri gangan á mjóa veginum til eilífa lífsins miklu erfiðari. En með kærleika þeirra og hvatningu að bakhjarli getum við haldið förinni áfram í átt að réttlátum nýjum heimi Jehóva. — Matt. 7:14.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila