Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í desember: Bókin Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Til vara má bjóða Biblíusögubókina mína eða Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð. Janúar: Bókin Er til skapari sem er annt um okkur? eða Gefðu gaum að spádómi Daníelsbókar. Febrúar: Bókin Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Einnig má bjóða bækurnar Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Mars: Bókin Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Sérstakt átak verður gert í biblíunámsstarfinu.
◼ Söfnuðir geta pantað innbundna árganga af Varðturninum og Vaknið! fyrir árið 2001 á ritapöntunareyðublaðinu fyrir desember. Árgangarnir eru sérpöntunarvara og fást á eftirfarandi tungumálum: dönsku, ensku, finnsku, frönsku, grísku, hollensku, ítölsku, japönsku, kínversku, kóresku, króatísku, norsku, portúgölsku, pólsku, rúmensku, rússnesku, slóvakísku, spænsku, sænsku, tékknesku, ungversku, úkraínsku og þýsku. Hafa ber í huga að innbundnir árgangar eru ekki lengur framleiddir á íslensku.
◼ Minningarhátíðin árið 2003 verður haldin eftir sólsetur miðvikudaginn 16. apríl. Þessi langi fyrirvari ætti að auðvelda söfnuðum, sem nota sama ríkissal og þurfa að verða sér úti um önnur salarkynni, að tryggja sér viðeigandi húsnæði í tíma. Öldungarnir ættu að semja við rekstrarstjórn leigusalarins um að ekki verði truflun af völdum annarrar starfsemi í húsinu svo að minningarhátíðin geti farið friðsamlega og skipulega fram. Vegna þess hve minningarhátíðin er þýðingarmikill atburður ætti öldungaráðið að velja einn af hæfari öldungunum til að flytja ræðuna í stað þess að skiptast einfaldlega á um að flytja hana eða nota sama bróðurinn ár hvert. Ef hæfur öldungur af hinum smurðu er til staðar á hann að flytja ræðuna.
◼ Safnaðarmenn ættu að senda inn allar beiðnir um nýjar eða endurnýjaðar áskriftir að Varðturninum og Vaknið! fyrir milligöngu safnaðarins.
◼ Félagið afgreiðir ekki ritabeiðnir einstakra boðbera beint. Umsjónarmaður í forsæti ætti að láta lesa upp tilkynningu í hverjum mánuði áður en mánaðarleg ritapöntun safnaðarins er send til Félagsins svo að allir sem vilja geti pantað rit hjá bókaþjóninum. Vinsamlegast hafið í huga hvaða rit eru sérpöntunarvara.
◼ Vaknið! kemur nú út ársfjórðungslega á kirgisísku.
◼ Nýtt á íslensku:
Smáritið Langar þig að vita meira um Biblíuna? (T-26)
◼ Ný rit fáanleg:
Bókin Spádómur Jesaja — ljós handa öllu mannkyni 2 (ip-2) — sebúanó.
Insight on the Scriptures, 1. bindi (it-1) — norska.
◼ Nýtt myndband fáanlegt:
Young People Ask — How Can I Make Real Friends? (Ungt fólk spyr — hvernig get ég eignast sanna vini?) (vcfe) — danska.
◼ Nýjar hljóðsnældur fáanlegar:
Biblíuleikritið Appreciating Our Spiritual Heritage (Metum andlega arfleifð okkar) (csoh) — sænska.
Biblíuleikritið Warning Examples of Our Day (Dæmi til viðvörunar) (cswx) — sænska.
Biblíuleikritið Why Respect Theocratic Arrangements? (Hvers vegna að virða guðræðislega reglu?) (csth) — sænska.