Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.02 bls. 1
  • Hafðu Guðsríki ávallt í fyrsta sæti

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hafðu Guðsríki ávallt í fyrsta sæti
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
  • Svipað efni
  • „Leitið fyrst ríkis hans“
    Sameinuð í tilbeiðslu á hinum eina sanna Guði
  • „Leitið fyrst ríkis hans“
    Tilbiðjum hinn eina sanna Guð
  • Safnaðarþjónar blessun fólki Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
  • Safnaðarþjónar varðveitið gott álit!
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1986
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 1.02 bls. 1

Hafðu Guðsríki ávallt í fyrsta sæti

1 Það er ekki auðvelt að hafa Guðsríki í fyrsta sæti þegar fjárhagsörðugleika eða aðra erfiðleika ber að garði. Hvernig getum við haldið áfram að hafa Guðsríki í fyrsta sæti þrátt fyrir erfiðleika? Hvað ef okkur er boðin vinna sem truflar boðunarstarfið eða útheimtir að við missum af samkomum? Ætti Guðsríki þá að skipa annað sætið í lífinu?

2 Sterk trú er nauðsynleg: Þegar trú okkar er reynd undir slíkum kringumstæðum megum við ekki missa sjónar á loforðum Jehóva. Og við megum heldur ekki gleyma þeim stuðningi sem Jesús sagði að Guð myndi veita okkur ef við leituðum fyrst ríkis hans. (Sálm. 37:25; Matt. 6:31-34) Áhrif og þrýstingur frá heiminum getur byrgt okkur sýn og komið í veg fyrir að Guðsríki sé efst í huga okkar. Sumir hafa vonast eftir frama í starfi eða fjárhagslegum gróða og leyft því að verða aðalmálið í lífinu. Líkt og Páll verðum við að meta rétt þá hluti sem raunverulega skipta máli. — Fil. 3:7, 8.

3 Gætirðu þurft að gera breytingar? Boðberi einn sagði: „Atvinnureksturinn átti hug minn allan — mér þótti hann skemmtilegri en allt annað. Mér fannst ég geta verið áfram vottur samhliða því að helga rekstrinum mestallan tíma minn.“ En sú tilfinning nagaði hann að hann gæti gert meira til að þjóna Jehóva. Með tímanum hætti hann atvinnurekstrinum sem hafði verið þrándur í götu andlegra framfara. Þegar hann hafði að öllu leyti helgað sig starfi Guðsríkis gat hann sagt: „Núna finnst mér að Jehóva álíti mig gera gagn en það skiptir mestu máli.“

4 Margir hafa sagt skilið við veraldlegan starfsframa og hærri tekjur, einfaldað lífið og tekið upp þjónustu í fullu starfi. Ungir og einhleypir safnaðarþjónar og öldungar, sem hafa farið í Þjónustuþjálfunarskólann, hafa gert þetta og fengið mörg þjónustusérréttindi fyrir vikið. Þeir hafa fylgt ágætu fordæmi Páls og látið sér nægja það sem þeir þurfa. — 1. Kor. 11:1; 1. Tím. 6:6-8; Hebr. 13:5.

5 Jehóva blessar okkur þó svo að heimurinn hæðist að viðhorfum okkar. (1. Kor. 1:26-31) Er ekki uppörvandi að vita að Jehóva noti okkur til hins ýtrasta og hjálpi okkur að vinna það verk sem hann hefur falið okkur? Núna höfum við tækifæri til að kunngera stofnsett ríki hans og það verk verður aldrei endurtekið. Núna er því tíminn til að hafa Guðsríki ávallt í fyrsta sæti.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila