Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.02 bls. 5-6
  • Skrifleg upprifjun í Guðveldisskólanum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Skrifleg upprifjun í Guðveldisskólanum
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 4.02 bls. 5-6

Skrifleg upprifjun í Guðveldisskólanum

Upprifjun, með lokaðar bækur, á efni sem farið var yfir í Guðveldisskólanum frá 7. janúar til 22. apríl 2002. Notaðu sérblað til að skrifa niður svörin við eins mörgum spurningum og þú getur á úthlutuðum tíma.

[Athugaðu: Meðan á skriflegu upprifjuninni stendur má aðeins nota Biblíuna í leit að svörum. Tilvísanir, sem koma á eftir spurningunum, eru fyrir efniskönnun. Í tilvísunum til Varðturnsins er ef til vill ekki alltaf getið blaðsíðu og greinarnúmers.]

Merkið við hvort eftirfarandi fullyrðingar séu réttar eða rangar:

1. Í Prédikaranum 2:2 er Salómon að benda á að við eigum að forðast hlátur og gleði. [Vikulegur biblíulestur; sjá w88 1.6. bls. 29 gr. 5.]

2. Prédikarinn einkennist ekki af bölsýni heldur er bókin uppfull af dýrmætum sannindum um visku Guðs og sýnir fram á að það hefur slæmar afleiðingar að hunsa Guð. [si bls. 114 gr. 15]

3. Í Jesaja 1:7 er spámaðurinn að vísa til auðnar Júda í stjórnartíð Akasar. [Vikulegur biblíulestur; sjá ip-1 bls. 17 gr. 16.]

4. Orðin „þeir stóðu frammi fyrir hásætinu og frammi fyrir lambinu,“ í Opinberunarbókinni 7:9, gefa til kynna að þetta gerist á himnum. [rs bls. 167 gr. 5]

5. Við hljótum ríkulega andlega blessun ef við ‚tignum Jehóva‘ örlátlega með tíma okkar, hæfileikum, kröftum og efnislegum eigum. (Orðskv. 3:9, 10) [wE00 15.1. bls. 25 gr. 1]

6. ‚Hið undarlega verk og óvanalega starf,‘ sem sagt var fyrir í Jesaja 28:21, vísar núna til þess þegar þjóðunum verður eytt í Harmagedón. [Vikulegur biblíulestur; sjá ip-1 bls. 295 gr. 16; bls. 301 gr. 28.]

7. Eins og fram kemur í Matteusi 24:38, 39 var fólk á dögum Nóa svo upptekið af mat, drykk og öðrum hversdagslegum hlutum að það var hrifið burt í flóðinu. [w00 1.3. bls. 6 gr. 6]

8. Jehóva verður alltaf við óskum auðmjúkra og óeigingjarnra þjóna sinna. [wE00 1.3. bls. 4 gr. 3]

9. „Þjóðirnar,“ sem nefndar eru í Jesaja 60:3, eru einstakar pólitískar þjóðir sem laðast hafa að ljósi Guðs. [Vikulegur biblíulestur; sjá w00 1.1. bls. 12 gr. 4.]

10. Jehóva „helgaði“ Jeremía áður en hann fæddist í þeim skilningi að hann ákvað eilíf örlög hans fyrir fram. (Jer. 1:5) [Vikulegur biblíulestur; sjá w88 1.7. bls. 17 gr. 2.]

Svarið eftirfarandi spurningum:

11. Hvað er átt við í Prédikaranum 11:1 þegar talað er um að ‚varpa brauði sínu út á vatnið‘? [Vikulegur biblíulestur; sjá w88 1.6. bls. 30 gr. 11.]

12. Hvern telur Jehóva með þegar hann segir „vor“ í Jesaja 6:8? [Vikulegur biblíulestur; sjá ip-1 bls. 94 gr. 13.]

13. Hvernig skein „mikið ljós“ í Galíleu til uppfyllingar Jesaja 9:2? [Vikulegur biblíulestur; sjá ip-1 bls. 126 gr. 17.]

14. Hvaða nútímahliðstæðu er að finna við fall Babýlonar árið 539 f.o.t. og síðan algera eyðingu hennar? (Jes. 13:19, 20; 14:22, 23) [Vikulegur biblíulestur; sjá ip-1 bls. 188 gr. 30-1.]

15. Hvernig hefur hinn „trúi og hyggni þjónn“ verið eins og ‚vörðurinn‘ sem talað er um í Jesaja 21:6 (Biblían 1859)? (Matt. 24:45) [Vikulegur biblíulestur; sjá ip-1 bls. 221-2 gr. 11.]

16. Hvaða heilræði finnum við í Orðskviðunum 31:10 fyrir ungan mann sem er að leita sér að lífsförunaut? [wE00 1.2. bls. 31 gr. 1]

17. Hvaða áskorun til guða þjóðanna er að finna í Jesaja 43:9? [Vikulegur biblíulestur; sjá w89 1.1 bls. 25 gr. 3.]

18. Í hvaða skilningi eru fætur þeirra, sem flytja fagnaðarerindið um ríkið, „yndislegir“? (Jes. 52:7) [Vikulegur biblíulestur; sjá wE97 15.4. bls. 27 gr. 6.]

19. Hvað er nauðsynlegt að gera til að koma í veg fyrir að hjartað svíki okkur? (Jer. 17:9) [wE00 1.3. bls. 30 gr. 4]

20. Hvað verða þeir að gera sem ‚ganga á vegi Jehóva‘? (Jer. 7:23) [Vikulegur biblíulestur; sjá wE99 15.8. bls. 29 gr. 6.]

Tilgreinið orðið eða orðin sem vantar í eftirfarandi fullyrðingar:

21. „Hyggins manns hjarta er honum til hægri handar“ í þeim skilningi að „hægri hönd“ táknar oft _________________________; þetta gefur því til kynna að _________________________ hvetji hann til að taka góða og hyggilega stefnu. (Préd. 10:2 (Biblían 1859); Matt. 25:33) [Vikulegur biblíulestur; sjá w88 1.6. bls. 30 gr. 8.]

22. Í Ljóðaljóðunum er meðal annars lögð áhersla á _________________________, _________________________ og _________________________ við meginreglur Guðs. [si bls. 117 gr. 16]

23. Eyðanda Júdaborga, sem lýst er í Jesaja 33:1, er _________________________, en hún beið sjálf ósigur árið 632 f.o.t. og skildi eftir mikið herfang sem _________________________ söfnuðu saman ‚eins og engisprettur.‘ (Jes. 33:4) [Vikulegur biblíulestur; sjá ip-1 bls. 343 gr. 4; bls. 345 gr. 6.]

24. Samanburður á Jesaja 54:1 og Galatabréfinu 4:26, 27 leiðir í ljós að ‚óbyrjan‘ táknar _________________________ og ‚gifta konan‘ _________________________. [Vikulegur biblíulestur; sjá br1 bls. 5 gr. 8.]

25. Þegar við mætum háði í boðunarstarfinu og okkur er vísað frá verðum við að muna að slík andstaða beinist ekki gegn _________________________, heldur gegn _________________________, sem er höfundur boðskaparins. (2. Kor. 4:1, 7) [wE00 15.1. bls. 21 gr. 2]

Veljið rétta svarið í eftirfarandi fullyrðingum:

26. Þegar Páll skrifar um sýnina er hann sá Jesú í himneskri dýrð kallar hann sjálfan sig ‚ótímaburð‘ í þeirri merkingu að (hann var nýlega orðin andagetinn; hann var fljótlega skipaður sem postuli heiðingjanna; það var eins og hann hefði fengið þann heiður að fæðast eða rísa upp til lífs á himnum fyrir tímann). (1. Kor. 9:1; 15:8) [wE00 15.1. bls. 29 gr. 6]

27. Titillinn „Eilífðarfaðir“ vísar til þess að messíasarkonungurinn hafi vald og mátt til að veita mönnum (andlegan þrótt; ódauðlegt líf á himnum; von um eilíft líf á jörð). (Jes. 9:6; Jóh. 11:25, 26) [Vikulegur biblíulestur; sjá ip-1 bls. 131 gr. 26.]

28. Í nútímauppfyllingu á Jesaja 66:7 táknar ‚sveinbarnið‘ (Jesú Krist; messíasarríkið; nýja andlega þjóð sem fram kom árið 1919). [Vikulegur biblíulestur; sjá w95 1.1. bls. 11 gr. 3.]

29. Ef við lesum Matteus 10:28 vandlega sjáum við að „helvíti“ (samkvæmt frummálinu: Gehenna eldsins) (er staður eilífra kvala; táknar eilífa tortímingu; táknar fráhvarf frá Guði). [rs bls. 173 gr. 3]

30. Í nútímauppfyllingu á Jeremía 7:28 táknar „þjóðin, sem eigi hlýðir raustu [Jehóva],“ (Babýlon hina miklu; kristna heiminn; sjöunda heimsveldið). [Vikulegur biblíulestur; sjá w88 1.7. bls. 24 gr. 10.]

Tilgreinið hverjir eftirfarandi ritningarstaða eigi við fullyrðingarnar að neðan:

Orðskv. 24:16; Préd. 3:11; Jes. 40:8; Rómv. 10:15; 1. Pét. 4:6

31. Í fyllingu tímans kemur í ljós hvernig sérhvert verk Guðs fellur að tilgangi hans. [Vikulegur biblíulestur; sjá w88 1.6. bls. 29 gr. 8.]

32. Þegar við boðum andlega dauðum mönnum fagnaðarerindið fá þeir tækifæri til að iðrast. [rs bls. 163 gr. 5]

33. Þó að erfiðleikar í lífinu séu óhjákvæmilegir gefst guðhræddur maður ekki upp á að reyna að gera það sem gott er. [w00 1.2. bls. 5 gr. 1]

34. Ekkert getur ógilt orð Guðs eða yfirlýstan tilgang eða hindrað að hann rætist. [Vikulegur biblíulestur; sjá ip-1 bls. 401-2 gr. 10.]

35. Postular Jesú notuðu spádóm Jesaja vel þegar þeir heimfærðu hann á boðunarstarfið. [si bls. 123 gr. 37]

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila