Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.02 bls. 3
  • Nafn Guðs í biblíutilvitnunum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Nafn Guðs í biblíutilvitnunum
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 7.02 bls. 3

Nafn Guðs í biblíutilvitnunum

1 Um langt árabil hefur það tíðkast í þeim ritum, sem Vottar Jehóva hafa gefið út á íslensku, að setja nafn Guðs, Jehóva, inn í tilvitnanir í íslensku biblíuna þar sem það stendur í Nýheimsþýðingunni. Þá hefur „þýdda“ orðið (oftast Drottinn) verið fellt niður og nafn Guðs sett inn í staðinn innan hornklofa. Hugmyndin var sú að með þessum hætti sýndum við nafni Guðs þann sóma sem því ber. Jafnframt hafa margir boðberar og ræðumenn tamið sér að lesa „Jehóva“ þar sem stendur „Drottinn“ í biblíutextanum, og oft gert það án nokkurra skýringa eða formála.

2 En það er hætta á því að fólki geti fundist við vera að breyta Biblíunni okkur í hag með því að skjóta nafni Guðs inn eins og gert hefur verið, þó svo að það sé afmarkað með hornklofum til tákns um að það sé innskot. Í ritaðri heimild er það almenn regla að breyta engu án þess að skýrt komi fram að vikið sé út frá stafréttum texta.

3 Því hefur verið ákveðið að hætta að skjóta nafni Guðs inn í tilvitnanir í Biblíuna í þeim ritum sem Vottar Jehóva gefa út á íslensku, nema sérstakar ástæður mæli með öðru, og þá verður viðeigandi skýring látin fylgja. Sem hliðstætt dæmi mætti nefna að við látum orðið „kross“ standa óbreytt í biblíutilvitnunum nema verið sé að fjalla sérstaklega um það hvernig Jesús dó. Þá aðeins er gert viðeigandi innskot í textann.

4 En hvað um upplestur úr Biblíunni? Í spurningakassa Ríkisþjónustu okkar í júlí 1995 sagði: „Á safnaðarsamkomum, mótum og að sjálfsögðu í boðunarstarfinu vita sumir áheyrenda okkar ekki að orðið ‚Drottinn‘ er oftast þýðing á hebreska fjórstafanafninu יהוה. Slíku fólki kann að finnast við vera að breyta Biblíunni ef við lesum upp eitthvað annað en í henni stendur. Þegar lesið er upp úr ritaðri heimild er það almenn regla að breyta engu án þess að skýrt komi fram að vikið sé út frá því sem skrifað stendur. Ef við setjum formálalaust ‚Jehóva‘ í stað ‚Drottins‘ í upplestri úr Biblíunni getur það gefið til kynna að við förum ekki rétt með heimildir.“

5 Ræðumenn og boðberar eru því hvattir til að „lesa“ ekki Jehóva þar sem stendur Drottinn í texta Biblíunnar. Ef nafn Guðs er til umræðu og vitnað er í ritningarstaði þar að lútandi er hægt að skýra að fjórstafanafnið standi í frumtextanum. (Hægt er að benda á ritningarstaði eins og 2. Mósebók 6:2; 17:15 og Sálm 104:35 og neðanmálsathugasemdir við þá, og eins á fletturnar „Drottinn,“ „Drottinn allsherjar“ og „Hallelúja“ í orðaskýringum í viðauka íslensku biblíunnar frá 1981). — Sjá einnig Varðturninn 1. júlí 2002, bls. 5. 

6 Við sem erum kennd við hið heilaga nafn Guðs viljum leggja okkur fram um að halda því á loft og helga það með líferni okkar, boðun og kennslu. En við viljum jafnframt vinna gegn þeirri hugmynd, sem stundum heyrist fleygt, að við breytum Biblíunni svo að hún samræmist fyrir fram ákveðnum kenningum.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila