Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.02 bls. 7
  • Tilkynningar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tilkynningar
  • Ríkisþjónusta okkar – 2002
Ríkisþjónusta okkar – 2002
km 8.02 bls. 7

Tilkynningar

◼ Ritatilboðið í ágúst: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?, Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Hver er tilgangur lífsins — hvernig getur þú fundið hann?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja,“ Stjórnin sem koma mun á paradís, Þegar ástvinur deyr og Ættum við að trúa á þrenninguna? Þar sem við á má bjóða bæklingana Andar hinna dánu — geta þeir hjálpað þér eða gert þér mein? Eru þeir til í raun og veru? og Bók fyrir alla menn. September: Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Október: Blöðin Varðturninn og Vaknið! Þar sem áhuga er að finna má bjóða Kröfubæklinginn með það fyrir augum að stofna heimabiblíunámskeið. Nóvember: Hvers krefst Guð af okkur? eða Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Ef húsráðandi á þessi rit má bjóða önnur eldri rit.

◼ Söfnuðir geta pantað Dagatal Votta Jehóva árið 2003 á ritapöntunareyðublaðinu í september. Dagatalið verður fáanlegt á eftirfarandi tungumálum: albönsku, arabísku, armensku, austur-armensku, búlgörsku, dönsku, eistnesku, ensku, finnsku, frönsku, georgísku, grísku, hebresku, hindí, hollensku, indónesísku, ítölsku, japönsku, kínversku, kóresku, króatísku, lettnesku, litháísku, malagasí, norsku, ungversku, portúgölsku, pólsku, rúmensku, rússnesku, serbnesku (kyrillísku), slóvakísku, slóvensku, spænsku, sænsku, tamíl, tékknesku, tyrknesku, úkraínsku og þýsku.

◼ Eins og greint var frá í bréfi til allra safnaða 3. apríl 2002 er ný útgáfa af Watchtower Library væntanleg. Boðberar geta pantað eintak núna í bókadeild safnaðarins en líklega verða geisladiskarnir ekki tilbúnir til afgreiðslu fyrr en í lok ársins. Watchtower Library — 2001 verður fáanlegt á dönsku, ensku, frönsku, hollensku, ítölsku, japönsku, portúgölsku, spænsku, tékknesku og þýsku. Hafa ber í huga að þetta er verkfæri ætlað vottum Jehóva en ekki almenningi.

◼ Umsjónarmaður í forsæti eða einhver sem hann tilnefnir á að endurskoða reikningshald safnaðarins 1. september eða eins fljótt þar á eftir og mögulegt er. Þegar því er lokið skal tilkynna það söfnuðinum eftir að næsta reikningshaldsskýrsla er lesin upp.

◼ Árleg talning allra rita og blaða á lager skal fara fram 31. ágúst 2002 eða eins nálægt þeim degi og hægt er. Þetta er sams konar talning og sú sem bókaumsjónarmaðurinn framkvæmir mánaðarlega, og niðurstöðutölur skal færa á ritatalningareyðublaðið (S-18). Upplýsingar um heildarfjölda blaða á lager má fá hjá blaðaþjónum hlutaðeigandi safnaða. Umsjónarsöfnuðurinn fær send þrjú eintök af ritatalningareyðublaðinu. Vinsamlegast sendið frumritið til deildarskrifstofunnar ekki síðar en 6. september. Haldið eftir afriti fyrir skjalasafnið. Þriðja eintakið má nota sem vinnublað. Ritari umsjónarsafnaðarins á að hafa eftirlit með talningunni og undirrita eyðublaðið ásamt öldungi í forsæti í umsjónarsöfnuðinum.

◼ Næsti opinberi fyrirlestur farandhirðis, þegar hann heimsækir söfnuðina eftir 1. september, heitir „Stattu stöðugur sem kristinn maður.“

◼ Sérstaki mótsdagurinn þjónustuárið 2003 verður haldinn sunnudaginn 10. nóvember í Íþróttahúsinu Digranesi í Kópavogi. Stef mótsdagsins er ‚Verum rík af góðum verkum.‘ Dagskráin hefst kl. 9:45 og lýkur kl. 15:55.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila