Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í nóvember: Hvers krefst Guð af okkur? eða Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Eigi húsráðandi þessi rit fyrir má bjóða Biblíusögubókina mína. Desember: Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Til vara má bjóða Biblíusögubókina mína eða Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð. Janúar: Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Einnig má bjóða Er til skapari sem er annt um okkur? Febrúar: Er til skapari sem er annt um okkur?
◼ Umsjónarmaður í forsæti eða einhver sem hann tilnefnir á að endurskoða reikningshald safnaðarins 1. desember eða eins fljótt þar á eftir og mögulegt er. Þegar því er lokið skal tilkynna það söfnuðinum eftir að næsta reikningshaldsskýrsla er lesin upp.
◼ Öldungar eru minntir á að huga að öryggi ríkissala milli þess sem samkomur eru haldnar. Þess þarf að gæta að skrúfað sé fyrir alla krana, öll ljós nema öryggisljós séu slökkt, gluggar séu lokaðir og þeim krækt aftur og dyrum sé læst þegar ríkissalur er yfirgefinn. Þetta á við bæði að loknum samkomum og samansöfnunum fyrir boðunarstarfið sem eru haldnar í Ríkissalnum. Æskilegt er að öldungarnir setji ákveðnar vinnureglur um þetta og að skilgreint sé hver skuli framfylgja þeim.
◼ Söfnuðir geta pantað innbundna árganga af Varðturninum og Vaknið! fyrir árið 2002 á ritapöntunareyðublaðinu fyrir desember. Árgangarnir eru sérpöntunarvara og fást á eftirfarandi tungumálum: dönsku, ensku, finnsku, frönsku, grísku, hollensku, ítölsku, japönsku, kínversku, kóresku, króatísku, norsku, portúgölsku, pólsku, rúmensku, rússnesku, slóvakísku, spænsku, sænsku, tékknesku, ungversku, úkraínsku og þýsku. Hafa ber í huga að innbundnir árgangar eru ekki lengur framleiddir á íslensku.
◼ Í febrúar verður farið yfir myndbandið Faithful Under Trials — Jehovah’s Witnesses in the Soviet Union (Trúfastir í prófraunum — vottar Jehóva í Sovétríkjunum) á þjónustusamkomu. Við hvetjum alla til að verða sér úti um eintak og horfa á myndbandið til að geta tekið þátt í umræðunum.
◼ Ný rit fáanleg:
Draw Close to Jehovah (Nálægðu þig Jehóva) (cl) — rússneska og þýska.