Skrifleg upprifjun í guðveldisskólanum
Upprifjun á efni sem farið var yfir í Guðveldisskólanum frá 2. september til 23. desember 2002. Notaðu sérblað til að skrifa niður svörin við eins mörgum spurningum og þú getur á úthlutuðum tíma.
[Athugið: Meðan á skriflegu upprifjuninni stendur má aðeins nota Biblíuna í leit að svörum. Tilvísanir, sem koma á eftir spurningunum, eru fyrir efniskönnun. Í tilvísunum í Varðturninn er ef til vill ekki alltaf getið blaðsíðu- og greinarnúmers.]
Merkið við hvort eftirfarandi fullyrðingar eru réttar eða rangar:
1. Til að nálægja okkur Jehóva verðum við að hugleiða stórkostlega eiginleika hans. (Sálm. 143:5) [wE00 15.10. bls. 4 gr. 6]
2. Samruni stafanna tveggja í Esekíel á sér nútímahliðstæðu í því að árið 1919 voru trúfastir smurðir menn sameinaðir undir Kristi, sínum ‚eina konungi‘ og ‚einkahirði.‘ [Vikulegur biblíulestur; sjá w88 1.11. bls. 30 gr. 13.]
3. Þó að æðri biblíugagnrýnendur hafi dregið sögulega nákvæmni Daníelsbókar í efa hafa fornleifafundir hrakið staðhæfingar þeirra. [si bls. 138 gr. 4]
4. Þegar maður, sem virðist áreiðanlegur eða segist hafa mikla þekkingu, segir okkur eitthvað er engin góð og gild ástæða til að ætla að það sé rangt. [w01 1.3. bls. 29 gr. 7-8]
5. Heitið „litlu spámennirnir“ gefur til kynna að síðustu 12 bækurnar í Hebresku ritningunum séu ekki jafnmikilvægar og hinar. [si bls. 143 gr. 1]
6. Amos var einn af ‚spámannasveinunum‘ þegar Jehóva útvaldi hann og sendi hann til að spá fyrir Júda og Ísrael. (2. Kon. 2:3) [si bls. 148 gr. 1]
7. Í 16. versinu í Óbadía er sagt fyrir að Edómítar sem þjóð myndu líða undir lok vegna haturs þeirra í garð Júdamanna. (Óbad. 12) [Vikulegur biblíulestur; sjá w89 1.4. bls. 20 rammagrein.]
8. Hinar ‚hreinu varir,‘ sem talað er um í Sefanía 3:9, tákna meðal annars réttan skilning á sannleikanum um Guð og tilgang hans. [Vikulegur biblíulestur; sjá w01 1.5. bls. 28 gr. 18.]
9. Jesús var undir tilfinningaálagi í Getsemanegarðinum vegna þess að hann hafði áhyggjur af því hvaða áhrif það hefði á Jehóva og heilagt nafn hans að hann skyldi deyja sem fyrirlitinn glæpamaður. (Matt. 26:38; Lúk. 22:44) [wE00 15.11. bls. 23 gr. 1]
10. ‚Filistearnir,‘ sem verða „eins og furstar í Júda“ og sagt er frá í Sakaría 9:6, 7, NW, eru spádómleg fyrirmynd um einstaklinga af öðrum sauðum sem þjálfaðir eru af ‚hinum trúa og hyggna þjóni‘ og fá vald eftir því sem þarf. (Matt. 24:45) [Vikulegur biblíulestur; sjá w95 1.12. bls. 20 gr. 14.]
Svarið eftirfarandi spurningum:
11. Hvernig er hægt að líkja ábyrgð okkar að prédika við ábyrgð Esekíels sem varðmanns? (Esek. 33:1-11) [Vikulegur biblíulestur; sjá w88 1.3. bls. 20 gr. 13.]
12. Esekíel sá skinin bein í sýn. Hver er nútímahliðstæða þess? (Esek. 37:5-10) [Vikulegur biblíulestur; sjá w88 1.11. bls. 30 gr. 12.]
13. Hver er helsta sönnun þess að bók Sakaría sé innblásin af Guði? [si bls. 169 gr. 5]
14. Hvað táknar borgin í sýn Esekíels? (Esek. 48:15-17) [Vikulegur biblíulestur; sjá w99 1.4. bls. 27 gr. 22.]
15. Hvernig er hægt að nota Jesaja 2:2-4 til að útskýra að atburðirnir, sem eiga sér stað í Ísrael nú á dögum, eru ekki sérstök uppfylling á biblíuspádómunum? [rs bls. 223 gr. 3]
16. Hvað getum við lært af viðbrögðum Daníels við þeirri fyrirskipun konungs að ekki mætti biðja til nokkurs guðs eða manns nema konungsins í 30 daga? (Dan. 6:7-10) [Vikulegur biblíulestur; sjá dp bls. 125 gr. 25-8.]
17. Hvaða boðskap boða leifarnar þegar þær eru eins og ljón á meðal þjóðanna? (Míka 5:7) [Vikulegur biblíulestur; sjá wE81 15.7. bls. 23 gr. 10.]
18. Hvað er átt við með orðunum „þú rekur lensur gegnum höfuðið á herforingjum hans“ í Habakkuk 3:14? [Vikulegur biblíulestur; sjá w00 1.3. bls. 22 gr. 15; wE81 1.8. bls. 29 gr. 6-7.]
19. Hvað er gefið í skyn með orðalaginu „vera má“ í Sefanía 2:3? [Vikulegur biblíulestur; sjá w01 1.5. bls. 21 gr. 8.]
20. Hverju hefur Jehóva komið til leiðar frá árinu 1919 sem gæti hafa virst furðuverk í augum manna samkvæmt Sakaría 8:6? [Vikulegur biblíulestur; sjá w96 1.1. bls. 12 gr. 18-19.]
Tilgreinið orðið eða orðin sem vantar í eftirfarandi fullyrðingar:
21. Við tölum við Jehóva fyrir milligöngu _________________________, sem er lotningarfullt ávarp, Jehóva talar hins vegar aðallega til okkar fyrir milligöngu _________________________ síns. (Sálm. 65:3; 2. Tím. 3:16) [wE00 15.10. bls. 5 gr. 2-3]
22. Hægt er að sjá að Jesús Kristur er Míkael með því að bera saman Júdas 9 og 1. Þessalonikubréf 4:16 þar sem fyrirskipun Jesú um að upprisan skuli hefjast er lýst sem _________________________. Þar að auki þýðir nafnið Míkael _________________________ og gefur skýrt í skyn að Jesús tekur forystuna í að halda drottinvaldi Jehóva á loft og eyða óvinum hans. [rs bls. 218 gr. 1-2]
23. „Orðið um endurreisn Jerúsalem“ tók gildi árið _________________________ og þá hófust hinar 69 áravikur sem enduðu þegar Messías kom fram árið _________________________. (Dan. 9:25) [Vikulegur biblíulestur; sjá dp bls. 190 gr. 20–bls. 191 gr. 22.]
24. Jóel 2:31, sem segir að sólin muni snúast í myrkur, samsvarar Matteusi 24:29, 30 þar sem _________________________ segir að hann birtist með _________________________ er hann kemur sem mannssonur. [si bls. 147 gr. 13]
25. Spádómur _________________________ um Assýríu og höfuðborg hennar, _________________________, upphefur réttlæti Jehóva og vald hans og veitir okkur þá fullvissu að Jehóva láti réttlæti sitt ná til allra hinna óguðlegu. [si bls. 160 gr. 11]
Veljið rétta svarið í eftirfarandi fullyrðingum:
26. Esekíelsbók undirstrikar að Jehóva er (örlátur; auðmjúkur; heilagur) og kunngerir að mikilvægast af öllu sé (að þroska persónuleika sinn; helgun nafns Jehóva; að vera góður náungi). [si bls. 137 gr. 33]
27. Esekíel, sem var uppi á sama tíma og Daníel, staðfestir að Daníel hafi verið til í raun og veru með því að nefna hann ásamt (Nóa og Job; Móse og Jósúa; Elía og Elísa). [si bls. 138 gr. 2]
28. Í samræmi við Daníel 2:34, 35, 45, táknar steinninn, sem molaði líkneskið, (Harmagedón; harðan dómsboðskap sem fólk Guðs kunngerir; messíasarríkið). [si bls. 142 gr. 20, 23]
29. Táknræna engisprettuþjóðin, sem talað er um í Jóel 1:4-6, táknar (Ísraelsþjóðina; smurða kristna menn; rómverskar hersveitir). (Post. 2:1, 14-17) [Vikulegur biblíulestur; sjá w98 1.6. bls. 19 gr. 9.]
30. ‚Ríki hans elskaða sonar,‘ sem talað er um í Kólossubréfinu 1:13, er (messíasarríkið; stjórn Krists yfir kristna söfnuðinum frá og með hvítasunnunni árið 33; þúsundárastjórn Krists). [rs bls. 232 gr. 4]
Tilgreinið hverjir eftirfarandi ritningarstaða eiga við fullyrðingarnar að neðan:
Hós. 6:6; Jóel 3:5; Sak. 4:6, 7; 13:3; Rómv. 12:2
31. Við megum ekki láta menningarleg eða veraldleg gildi þessa heimskerfis móta hugsunarhátt okkar. [wE00 1.11. bls. 21 gr. 5]
32. Guð hefur ekki velþóknun á að menn færi sér ógrynni formlegra fórna heldur að þeir sýni sér tryggan kærleika sem byggður er á þekkingu á honum. [Vikulegur biblíulestur; sjá si bls. 145 gr. 16.]
33. Til að hljóta hjálpræði er nauðsynlegt að þekkja Jehóva, virða hann og reiða sig á hann. [Vikulegur biblíulestur; sjá w89 1.3. bls. 18 rammagrein.]
34. Tilgangur Guðs nær ekki fram að ganga vegna mannlegs máttar heldur vegna anda Guðs sem gerir þjónum hans kleift að yfirstíga fjallháar hindranir og vera þolgóðir í þjónustu við hann. [si bls. 169 gr. 2]
35. Hollustan, sem einkennir skipulag Jehóva, er hafin yfir öll sambönd manna í milli eins og náinna ættingja. [si bls. 171 gr. 24]