Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.03 bls. 1
  • Lifum í samræmi við vígsluheit okkar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Lifum í samræmi við vígsluheit okkar
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
  • Svipað efni
  • Þjónaðu Jehóva áfram með stöðugu hjarta
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2002
  • Lifirðu eftir vígsluheiti þínu?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2001
  • Að lifa „daglega“ eftir vígsluheiti okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
  • Af hverju ættirðu að vígjast Jehóva?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 1.03 bls. 1

Lifum í samræmi við vígsluheit okkar

1 Hvort sem þú skírðist nýlega eða fyrir mörgum áratugum manstu sennilega enn þá eftir þessum mikilvæga tímapunkti í lífinu. Skírnin er ekki lokatakmark heldur upphaf nýrrar lífsstefnu sem einkennist af heilshugar þjónustu sem getur varað ævilangt. (1. Jóh. 2:17) Hvað felst í því að lifa í samræmi við vígsluheit sitt?

2 Fylgjum fordæmi Krists: Þegar Jesús skírðist ‚hóf hann starf sitt‘ og fór að flytja „fagnaðarerindið um Guðs ríki.“ (Lúk. 3:23; 4:43) Þegar við gefum tákn um vígslu okkar við Jehóva með því að skírast verðum við líka fullgildir þjónar fagnaðarerindisins. Þó að mikill tími og kraftar fari kannski í það að sjá fyrir lífsnauðsynjum er kristna þjónustan aðalstarf okkar. (Matt. 6:33) Þeir sem eru vígðir Guði reyna ekki að afla sér auðæfa eða upphefðar heldur leitast þeir við að ‚vegsama þjónustu sína‘ eins og Páll postuli gerði. (Rómv. 11:13) Meturðu mikils þann heiður að þjóna Jehóva og gerirðu allt sem þú getur til að sýna það í verki?

3 Við verðum að ‚standa gegn djöflinum‘ eins og Jesús gerði. (Jak. 4:7) Eftir að Jesús lét skírast freistaði Satan hans. Vígðir þjónar Jehóva nú á dögum eru einnig skotspónn Satans. (Lúk. 4:1-13) Við lifum í heimi Satans og verðum því að hafa sjálfsaga og forðast allt sem gæti spillt huga okkar eða hjarta. (Orðskv. 4:23; Matt. 5:29, 30) Kristnir menn eru minntir á að þeir geti ekki „tekið þátt í borðhaldi Drottins og borðhaldi illra anda.“ (1. Kor. 10:21) Þess vegna verðum við að vera á varðbergi gagnvart óheilnæmri skemmtun, slæmum félagsskap og hættum á Netinu. Við verðum líka að forðast allt efni frá fráhvarfsmönnum. Ef við erum vakandi fyrir þessum og öðrum kænskubrögðum Satans auðveldar það okkur að lifa í samræmi við vígsluheit okkar.

4 Nýtum okkur það sem Guð lætur í té: Jehóva hefur gefið okkur orð sitt og kristna söfnuðinn til að hjálpa okkur að lifa í samræmi við vígsluheit okkar. Gerðu biblíulestur og bænir til Jehóva að venju í þínu daglega lífi. (Jós. 1:8; 1. Þess. 5:17) Hafðu yndi af safnaðarsamkomum. (Sálm. 122:1) Hafðu félagsskap við þá sem óttast Jehóva og varðveita fyrirmæli hans. — Sálm. 119:63.

5 Með hjálp Guðs getur þú lifað í samræmi við vígsluheit þitt og haft ánægju af því að þjóna honum að eilífu. — Sálm. 22:27, 28; Fil. 4:13.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila