Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.03 bls. 3
  • Tilkynningar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tilkynningar
  • Ríkisþjónusta okkar – 2003
Ríkisþjónusta okkar – 2003
km 1.03 bls. 3

Tilkynningar

◼ Ritatilboðið í janúar: Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Einnig má bjóða Er til skapari sem er annt um okkur? Febrúar: Er til skapari sem er annt um okkur? Mars: Þekking sem leiðir til eilífs lífs. Sérstakt átak verður gert í biblíunámsstarfinu. Apríl og maí: Varðturninn og Vaknið! Bjóðið Þekkingarbókina eða Kröfubæklinginn og reynið að koma af stað biblíunámskeiðum þar sem áhuga er að finna.

◼ Næsti opinberi fyrirlestur farandhirðis, þegar hann heimsækir söfnuðina eftir 1. febrúar, ber heitið „Frelsun frá myrkrum heimi.“

◼ Söfnuðir ættu að gera viðeigandi ráðstafanir til að halda minningarhátíðina eftir sólsetur miðvikudaginn 16. apríl næstkomandi. Brauðið og vínið má ekki bera fram fyrr en sól er sest enda þótt hefja megi flutning ræðunnar fyrir þann tíma. Sólsetur á Akureyri er kl. 20: 55, á Selfossi kl. 20:59, í Reykjavík kl. 21:04, í Keflavík kl. 21:05 og á Ísafirði kl. 21:18. Á stöðum þar sem nokkrir söfnuðir nota sama ríkissal getur einn söfnuður eða fleiri orðið sér úti um annað húsnæði þetta kvöld. Þar sem því verður við komið ættu minnst 40 mínútur að líða á milli samkoma svo að allir hafi fullt gagn af hátíðinni. Taka ber tillit til hugsanlegra umferðartafa, tryggja þarf að næg bílastæði séu fyrir hendi og að aðgengi sé gott. Öldungaráðið ætti að ákveða hvernig best sé að standa að málum í sínu byggðarlagi.

◼ Frá og með þessu tölublaði Ríkisþjónustunnar verður ekki lengur listi yfir „ný rit fáanleg“ eða „á lager.“ Send verður tilkynning til allra safnaða með þessum upplýsingum í hverjum mánuði. Hafið í huga að þegar þessi tilkynning berst söfnuðinum ætti að tilkynna á næstu þjónustusamkomu um þau rit sem boðberar safnaðarins gætu haft áhuga á. Síðan ætti að setja tilkynninguna upp á tilkynningartöflu safnaðarins. Að lokum fær bókaþjónninn hana og geymir með skjölum bókadeildarinnar.

◼ Til að fyrirbyggja misskilning við ritapantanir viljum við benda á að fólk frá Alþýðulýðveldinu Kína les einfaldaða kínverska ritmálið (CHS). Það er eingöngu fólk frá Taívan og Hong Kong sem les hefðbundna kínverska letrið (CH).

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila