Tilkynningar
◼ Ritatilboðið 1. – 14. nóvember: Sérstakt átak til að dreifa nýja bæklingnum Haltu vöku þinni! 15. – 30. nóvember: Lærum af kennaranum mikla. Ef húsráðandi segist ekki eiga nein börn má bjóða Kröfubæklinginn. Notið bæklinginn til að hefja ný biblíunámskeið. Desember: Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Einnig mætti bjóða Biblíusögubókina mína eða Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð. Janúar: Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Febrúar: Nálægðu þig Jehóva.
◼ Í vikunni sem hefst 23. maí 2005 verður byrjað að fara yfir bæklinginn Haltu vöku þinni! í safnaðarbóknáminu.
◼ Umsjónarmaður í forsæti eða einhver sem hann tilnefnir á að endurskoða reikningshald safnaðarins 1. desember eða eins fljótt þar á eftir og mögulegt er. Þegar því er lokið skal tilkynna það söfnuðinum eftir að næsta reikningshaldsskýrsla er lesin upp.
◼ Söfnuðir geta pantað innbundna árganga af Varðturninum og Vaknið! fyrir árið 2004 á ritapöntunareyðublaðinu fyrir desember. Listi með tungumálum, sem árgangarnir verða fáanlegir á, verður birtur í bréfinu „Tilkynning til allra safnaða“ sem er sent út reglulega.
◼ Deildarskrifstofan þarf að hafa rétt heimilisföng og símanúmer allra umsjónarmanna í forsæti og ritara. Vinsamlegast tilkynnið allar breytingar tafarlaust.