Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í febrúar: Nálægðu þig Jehóva. Mars: Haltu vöku þinni! Ef áhugi er fyrir hendi má bjóða Þekkingarbókina með það fyrir augum að hefja biblíunámskeið. Apríl og maí: Varðturninn og Vaknið! Gott væri að bjóða bókina Sameinuð í tilbeiðslu þegar við heimsækjum aftur áhugasamt fólk og þá sem hafa verið viðstaddir minningarhátíðina eða aðrar samkomur en eru ekki virkir í safnaðarstarfinu. Markmiðið ætti að vera að hefja biblíunámskeið og þá sérstaklega hjá þeim sem þegar hafa farið yfir Þekkingarbókina og Kröfubæklinginn.
◼ Umsjónarmaður í forsæti eða einhver sem hann tilnefnir á að endurskoða reikningshald safnaðarins 1. mars eða eins fljótt þar á eftir og mögulegt er. Ef til er sérstakur byggingar- eða viðhaldssjóður á einnig að endurskoða bókhald hans. Þegar þessu er lokið skal tilkynna það söfnuðinum eftir að næsta reikningshaldsskýrsla er lesin upp.
◼ Ritari safnaðarins og starfshirðir skulu fara yfir starfsemi allra reglulegra brautryðjenda. Ef einhver á erfitt með að uppfylla tímakröfurnar ættu öldungarnir að gera ráðstafanir til að aðstoða hann. Tillögur er að finna í árlegum bréfum deildarskrifstofunnar til öldungaráða vegna brautryðjenda (S-201).
◼ Stef sérræðunnar vorið 2005 verður: „Hvers vegna þurfti Jesús að þjást og deyja?“ Sjá tilkynningu í Ríkisþjónustu okkar í september 2004.
◼ Við hvetjum alla til að vera viðstaddir samkomuna sunnudaginn 20. mars. Þá verður lesin sérstök tilkynning sem allir boðberar ættu að hafa áhuga á.
◼ Deildarskrifstofan afgreiðir ekki ritabeiðnir einstakra boðbera beint. Umsjónarmaður í forsæti ætti að láta lesa upp tilkynningu í hverjum mánuði áður en mánaðarleg ritapöntun safnaðarins er send til deildarskrifstofunnar svo að allir sem vilja geti pantað rit hjá bókaþjóninum. Vinsamlegast hafið í huga hvaða rit eru sérpöntunarvara.