Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í júlí og ágúst: Hver sem er af eftirtöldum bæklingum: Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?, Bók fyrir alla menn, Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Hver er tilgangur lífsins — hvernig getur þú fundið hann?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“, Stjórnin sem koma mun á paradís, Þegar ástvinur deyr og Ættum við að trúa á þrenninguna? September: Er til skapari sem er annt um okkur? Einnig má bjóða Lífið — varð það til við þróun eða sköpun? Október: Varðturninn og Vaknið! Þar sem áhuga er að finna má bjóða Kröfubæklinginn.
◼ Næsti opinberi fyrirlestur farandhirðis eftir 1. september heitir „Hvers vegna ættum við að láta Biblíuna vísa okkur veginn?“
◼ Gott væri ef umsóknir um brautryðjandastarf bærust deildarskrifstofunni að minnsta kosti 30 dögum fyrir útnefningardaginn. Áður en umsóknir eru sendar til deildarskrifstofunnar ætti ritari safnaðarins að fara yfir þær til að ganga úr skugga um að þær séu rétt útfylltar. Ef umsækjendur muna ekki nákvæmlega hvenær þeir létu skírast ættu þeir að reyna að áætla dagsetninguna og skrá hana hjá sér. Ritarinn skráir dagsetninguna á boðberakortið.
◼ Ritarar ættu að ganga úr skugga um að þeir hafi Útnefningarbréf brautryðjanda (S-202) fyrir alla brautryðjendur í söfnuðinum. Ef það vantar á að hafa samband við deildarskrifstofuna.