Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í janúar: Fjölskyldulíf þitt gert hamingjuríkt, Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Febrúar: Nálægðu þig Jehóva. Mars: Hvað kennir Biblían? Leggið sérstaka áherslu á að hefja ný biblíunámskeið. Apríl: Varðturninn og Vaknið! Heimsækið aftur þá sem sýnt hafa áhuga, til dæmis þá sem voru viðstaddir minningarhátíðina eða einhverja aðra samkomu eða mót, en eru ekki virkir í safnaðarstarfinu. Reynið í framhaldinu að bjóða Hvað kennir Biblían með það fyrir augum að hefja biblíunámskeið.
◼ Þar sem fimm helgar eru í apríl væri kjörið að nota mánuðinn til aðstoðarbrautryðjandastarfs.
◼ Næsti opinberi fyrirlestur farandhirðis, þegar hann heimsækir söfnuðina eftir 1. febrúar, ber heitið: „Þú getur notið friðar — núna og að eilífu“.
◼ Söfnuðir ættu að gera ráðstafanir til að halda minningarhátíðina eftir sólsetur miðvikudaginn 12. apríl næstkomandi. Brauðið og vínið má ekki bera fram fyrr en sól er sest enda þótt hefja megi flutning ræðunnar fyrir þann tíma. Sólsetur á Akureyri er kl. 20:43, á Selfossi kl. 20:48, í Reykjavík kl. 20:52 og í Keflavík kl. 20:54. Þótt æskilegt sé að hver söfnuður haldi minningarhátíðina út af fyrir sig er ekki víst að það sé alltaf gerlegt. Á stöðum þar sem nokkrir söfnuðir nota sama ríkissal getur einn söfnuður eða fleiri orðið sér úti um annað húsnæði þetta kvöld. Þar sem því verður við komið ættu minnst 40 mínútur að líða á milli samkoma svo að tími sé til að heilsa gestum, hvetja áhugasama og hafa fullt gagn af hátíðinni. Taka ber tillit til hugsanlegra umferðartafa, tryggja þarf að næg bílastæði séu fyrir hendi og að aðgengi sé gott. Öldungaráðið ætti að ákveða hvernig best sé að standa að málum í sínu byggðarlagi.
◼ Ef við höfum í hyggju að vera viðstödd samkomur, svæðismót eða umdæmismót erlendis á ferðalögum okkar ætti að beina fyrirspurnum um hvar og hvenær þau verða haldin til deildarskrifstofanna í viðkomandi löndum. Póstföngin má finna aftast í árbókinni.