Upprifjun á efni Boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 24. apríl 2006. Umsjónarmaður skólans stjórnar 30 mínútna upprifjun á efni sem farið hefur verið yfir á tímabilinu 6. mars til 24. apríl 2006. [Athugið: Þegar engin tilvísun fylgir spurningu þarftu að leita sjálfur að heimildum til að finna svarið. — Sjá Boðunarskólabókina, bls. 36-7.]
ÞJÁLFUNARLIÐIR
1. Hvers vegna ættum við að gera málhlé þegar við förum úr einu aðalatriði yfir í annað en hvers vegna gæti það verið erfitt? [be bls. 98, gr. 2-3]
2. Hvers vegna eru málhlé mikilvæg þegar við vitnum fyrir öðrum? [be bls. 99, gr. 5–bls. 100 gr. 4]
3. Hvers vegna er mikilvægt að hafa merkingaráherslur þegar við höldum ræðu og hvernig getum við náð góðu valdi á því að beita þeim? [be bls. 101, gr. 1-5, rammi]
4. Hvernig getum við gengið úr skugga um að við leggjum áherslu á aðalhugmyndirnar þegar við lesum opinberlega? [be bls. 105, gr. 1-6]
5. Hvers vegna er mikilvægt að hafa hæfilegan raddstyrk þegar við kennum og hvernig getum við metið það hversu hátt við eigum að tala? [be bls. 107-8]
VERKEFNI NR. 1
6. Að hvaða leyti eru kristnir menn í svipaðri aðstöðu núna og Ester og Mordekai forðum daga og hvernig getum við líkt eftir þeim? [si bls. 94, gr. 17]
7. Hverju var Salómon að lýsa þegar hann sagði að allt væri „hégómi og eftirsókn eftir vindi“? (Préd. 2:11) [w04 1.12. bls. 4, gr. 3-4]
8. Hvernig getum við glætt með okkur kærleika til Guðs? (Mark. 12:30) [wE 04 1.3. bls. 19-21]
9. Að hvaða leyti eru andleg verðmæti ólík efnishyggju? [w04 1.12. bls. 5-7]
10. Hvað getur hjálpað okkur að hlusta á mótum og missa ekki einbeitinguna? [be bls. 15-16]
VIKULEGUR BIBLÍULESTUR
11. Hvers vegna var auglit Hamans hulið? (Est. 7:8)
12. Hvers konar andavera hafði áhrif á hugarfar Elífasar? (Job. 4:15, 16) [wE05 15.9. bls. 26 gr. 2]
13. Gefa orð Jobs í Jobsbók 7:9, 10 og Jobsbók 10:21 til kynna að hann hafi ekki trúað á upprisu?
14. Hvað gæti Job hafa átt við þegar hann sagði: „Ég hefi sloppið með tannholdið eitt“? (Job. 19:20)
15. Hvað átti Job við þegar hann sagði að hann ‚léti ekki taka frá sér sakleysi sitt‘ og hvað getum við lært af því? (Job. 27:5)