Upprifjun á efni boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 26. júní 2006. Umsjónarmaður skólans stjórnar 30 mínútna upprifjun á efni sem farið hefur verið yfir á tímabilinu 1. maí til 26. júní 2006. [Athugið: Þegar engin tilvísun fylgir spurningu þarftu að leita sjálfur að heimildum til að finna svarið. — Sjá Boðunarskólabókina, bls. 36-7.]
ÞJÁLFUNARLIÐIR
1. Hvað eru raddbrigði og hvers vegna eru þau mikilvæg? [be bls. 111, rammar]
2. Hvernig er hægt að nota hraðabreytingar þegar maður flytur ræðu? [be bls. 112 gr. 3-6, rammi]
3. Hvernig getum við vakið með okkur eldmóð fyrir efni ræðunnar og hvers vegna er það mikilvægt? [be bls. 115 gr. 1–bls. 116 gr. 2, rammar]
4. Hvers vegna er mikilvægt að sýna hlýju þegar við kennum öðrum og hvað getur auðveldað okkur að sýna þennan eiginleika? [be bls. 118 gr. 2–bls. 119 gr. 5]
5. Hvers vegna er mikilvægt að nota tilburði og svipbrigði þegar við tjáum okkur? (Matt. 12:48, 49) [be bls. 121, rammar]
VERKEFNI NR. 1
6. Hvernig upphefur Jobsbók Jehóva og réttlátar lífsreglur hans? [si bls. 100 gr. 39, 41]
7. Hvað ber vitni um áreiðanleika Sálmanna? [si bls. 102 gr. 10-11]
8. Er átt við slóttugan mann þegar talað er um kænan mann í Orðskviðunum 13:16? Útskýrðu. [wE04 15.7. bls. 28 gr. 3-4]
9. Hvernig hjálpar heilagur andi okkur og hvað ætti það að hvetja okkur til að gera? (Jóh. 14:25, 26) [be bls. 19 gr. 2-3]
10. Í hvaða almenna skilningi kemur Jesús og hvaða ‚komu‘ var hann að tala um í Matteusi 16:28? [w04 1.4. rammagrein á bls. 15]
VIKULEGUR BIBLÍULESTUR
11. Hvað getum við lært af svarinu sem Job gefur Jehóva í Jobsbók 42:1-6?
12. Hvaða „fánýt ráð“ hyggja þjóðirnar á? (Sálm. 2:1, 2)
13. Hvaða stoðir eru rifnar niður? (Sálm. 11:3)
14. Hvernig er ofmetnaðarfullum manni goldið í fullum mæli? (Sálm. 31:24)
15. Hvaða hughreystingu getum við fundið í 40. sálminum sem hjálpar okkur að takast á við ófullkomleika hins fallna holds og ýmsar hörmungar í þessu heimskerfi? (Sálm. 40:2, 3, 6, 13)