Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í ágúst: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?, Bók fyrir alla menn, Haltu vöku þinni!, Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Hver er tilgangur lífsins — hvernig getur þú fundið hann?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“, Stjórnin sem koma mun á paradís, Þegar ástvinur deyr og Ættum við að trúa á þrenninguna? September: Hvað kennir Biblían? Leggið sérstaka áherslu á að hefja ný biblíunámskeið í fyrstu heimsókn. Heimsækið aftur alla þá sem þiggja bókina með það fyrir augum að hefja biblíunámskeið. Október: Varðturninn og Vaknið! Bjóðið áhugasömum bæklinginn Haltu vöku þinni! til að rækta áhuga þeirra enn frekar. Nóvember: Lærum af kennaranum mikla. Ef húsráðandi á engin börn má bjóða smáritið Langar þig að vita meira um Biblíuna? eða annað smárit sem á vel við.
◼ Umsjónarmaður í forsæti eða einhver sem hann tilnefnir á að endurskoða reikningshald safnaðarins 1. september eða sem fyrst eftir það. Ef til er sérstakur byggingar- eða viðhaldssjóður á einnig að endurskoða bókhald hans. Þegar þessu er lokið skal tilkynna það söfnuðinum eftir að næsta reikningshaldsskýrsla er lesin upp.