Tilkynningar
◼Ritatilboðið í september: Hvað kennir Biblían? Leggið sérstaka áherslu á að hefja ný biblíunámskeið í fyrstu heimsókn. Heimsækið aftur alla þá sem þiggja bókina með það fyrir augum að hefja biblíunámskeið. Október: Varðturninn og Vaknið! Bjóðið áhugasömum bæklinginn Haltu vöku þinni! til að rækta áhuga þeirra enn frekar. Nóvember: Lærum af kennaranum mikla. Ef húsráðandi á engin börn má bjóða smáritið Langar þig að vita meira um Biblíuna? eða annað smárit sem á vel við. Desember: Mesta mikilmenni sem lifað hefur. Einnig mætti bjóða Biblíusögubókina mína eða Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð.
◼ Söfnuðir geta pantað geisladiskinn Watchtower Library fyrir 2006 á næsta ritapöntunareyðublaði. Listi með tungumálum, sem diskurinn verður fáanlegur á, verður birtur í bréfinu „Tilkynning til allra safnaða“ sem er sent út reglulega. Vinsamlegast hafið í huga að diskurinn er ætlaður skírðum safnaðarmönnum og fæst aðeins fyrir milligöngu safnaðarins.
◼ Öldungarnir eru minntir á að framfylgja leiðbeiningunum á blaðsíðu 28-31 í Varðturninum 1. september 1991 um þá sem hefur verið vikið úr söfnuðinum eða hafa aðgreint sig en hafa kannski hug á að koma inn í söfnuðinn á ný.