Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 11.06 bls. 1
  • Byggðu upp heimili þitt

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Byggðu upp heimili þitt
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 11.06 bls. 1

Byggðu upp heimili þitt

1 Það leikur enginn vafi á því að fjölskyldulífi fer mjög hrakandi í öllum menningarsamfélögum heims. Heimur Satans er fullur af blekkingum og siðleysi. (1. Jóh. 5:19) Það sýnir okkur hve mikilvægt er að byggja upp heimili okkar og kenna öðrum að gera það líka. — Orðskv. 24:3, 27, NW.

2 Meginreglur Biblíunnar eru okkur til verndar: Leyndardómurinn að baki farsælu fjölskyldulífi er sá að fara eftir meginreglum Biblíunnar. Kröftug sannindi hennar eru gagnleg fyrir alla í fjölskyldunni á öllum sviðum lífsins. Fjölskyldur, sem tileinka sér þessi sannindi, eru hamingjusamar og njóta friðar Guðs. — Jesaja 32:17, 18.

3 Í bókinni Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn? er búið að taka saman þær meginreglur sem geta hjálpað okkur að byggja upp heimili okkar. Hverjum kafla lýkur með upprifjunarspurningum sem leggja áherslu á meginreglur sem fjölskyldan ætti að festa í minni. Flestir upprifjunarrammarnir byrja á spurningunni: „Hvernig geta þessar meginreglur Biblíunnar hjálpað . . . ?“ Þeim er ætlað að beina athyglinni að viðhorfum Guðs þannig að við tileinkum okkur afstöðu hans til þeirra mála sem eru til umfjöllunar. — Jes. 48:17.

4 Kynntu þér bókina vel. Lærðu að finna meginreglur sem geta reynst gagnlegar þegar ýmis vandamál koma upp. Bókin fjallar um ýmis mál, eins og til dæmis að hverju sé gott að gefa gaum þegar maður velur sér maka (2. kafli), hvað geti stuðlað að farsælu hjónabandi (3. kafli), hvernig foreldrar geti stuðlað að því að unglingarnir verði ábyrgir og guðræknir einstaklingar (6. kafli), hvernig hægt sé að verja fjölskylduna fyrir skaðlegum áhrifum (8. kafli), hvaða meginreglur hjálpi einstæðum foreldrum að ná árangri (9. kafli), hvernig fjölskyldur geti fengið hjálp frá Biblíunni til að takast á við áfengisvandamál eða heimilisofbeldi, (12. kafli), hvað sé hægt að gera ef hjónabandið er að fara út um þúfur (13. kafli), hvað sé hægt að gera til að heiðra fullorðna foreldra (15. kafli) og hvernig hægt sé að tryggja fjölskyldunni varanlega framtíð (16. kafli).

5 Notfærðu þér bókina sem best: Ef fjölskyldan hefur ekki farið sameiginlega yfir bókina Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?, hví ekki að byrja núna? Og þegar ný vandamál eða erfiðleikar skjóta upp kollinum er gott að rifja upp viðeigandi kafla í bókinni, hugleiða hvernig heimfæra megi efnið og biðja Jehóva um hjálp. Í marsmánuði 2007 verður bókin tilboð mánaðarins. Taktu þér þá góðan tíma til að dreifa henni sem víðast.

6 Fjölskyldur, sem leggja stund á guðrækni, sameinast og styrkjast andlega og eru vel í stakk búnar til að standast árásir Satans. (1. Tím. 4:7, 8; 1. Pét. 5:8, 9) Við getum verið mjög þakklát fyrir þá leiðsögn sem höfundur fjölskyldunnar hefur látið okkur í té.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila