Hvernig er læknismeðferð í hæsta gæðaflokki?
„Sjúklingur, sem fær læknismeðferð án blóðgjafar, fær í reynd skurðaðgerð í hæsta gæðaflokki sem völ er á.“ Þetta er haft eftir Michael Rose sem er lækningaforstjóri og svæfingalæknir. Hvers konar lækningaraðferðir flokkast undir „læknismeðferð án blóðgjafar“? Þú þarft að vita það til að geta tekið upplýsta ákvörðun um læknismeðferð og skurðaðgerðir. Horfðu á myndbandið No Blood — Medicine Meets the Challenge (Læknismeðferð án blóðgjafar — þörfinni svarað). Notaðu síðan eftirfarandi spurningar til að kanna þekkingu þína og skilning. Athugið: Á myndbandinu eru stutt myndskeið sem tekin eru á skurðstofum þannig að foreldrar ættu að hugleiða fyrir fram hvort ráðlegt sé að ung börn sjái það.
(1) Hver er aðalástæðan fyrir því að vottar Jehóva þiggja ekki blóðgjöf? (2) Eftir hverju sækjast vottar Jehóva varðandi læknismeðferð? (3) Hvaða grundvallarréttindi hafa allir sjúklingar? (4) Af hverju er það skynsamleg og ábyrg afstaða að þiggja ekki blóðgjöf? (5) Hvað tvennt er áríðandi fyrir lækna að gera þegar sjúklingur missir mikið blóð? (6) Á hvaða fjórum meginreglum byggist læknismeðferð án blóðgjafar? (7) Hvernig geta læknar (a) dregið úr blóðmissi, (b) varðveitt rauðkornin, (c) örvað rauðkornamyndun og (d) endurunnið blóð sem sjúklingur missir? (8) Lýstu aðferðum sem kallast (a) blóðvökvaaukning í aðgerð (hemodilution) og (b) endurvinnsla blóðs (cell salvage). (9) Hvaða upplýsingar ættirðu að fá um hverja þá meðferð sem beitt er í stað blóðgjafar? (10) Er hægt að gera stórar og flóknar skurðaðgerðir án blóðgjafar? (11) Hvaða jákvæða þróun á sér stað meðal læknastéttarinnar núna?
Í sumum tilfellum er það einstaklingsbundið og háð samvisku hvers og eins hvort menn þiggja þau úrræði sem sýnd eru á myndbandinu. Hefurðu ákveðið hvaða meðferðarúrræði þú ert tilbúinn til að þiggja sjálfur og samþykkja handa börnum þínum? Ef einhverjir í fjölskyldunni eru ekki vottar ættirðu einnig að gefa þeim greinargóðar upplýsingar um ákvarðanir þínar og ástæðurnar fyrir þeim. — Sjá „Spurningar frá lesendum“ í Varðturninum, 1. júlí 2000 og 1. desember 2000.