Bjóðum fólki á öllum aldri bókina Farsælt fjölskyldulíf
1 Ellefu ára gamall drengur var mjög þakklátur fyrir bókina Farsælt fjölskyldulíf. Hann skrifaði: „Ég hvet allar fjölskyldur til að lesa þessa bók vegna þess að hún er frábær. Hún hjálpar fjölskyldunni minni að búa við frið og hamingju.“ Reynsla þessa drengs ætti að fá okkur til að vilja bjóða fólki á öllum aldri bókina Farsælt fjölskyldulíf. Hér eru nokkrar tillögur sem þú gætir prófað að nota í boðunarstarfinu í mars.
2 Þegar við hittum ungt fólk gætum við sagt: „Margir á þínum aldri eru að hugleiða hvort þeir ætli að stofna fjölskyldu. En hvar ætli sé hægt að finna áreiðanlegar leiðbeiningar um hjónaband og fjölskyldulíf? [Gefðu kost á svari.] Ungt fólk segir oft að það sé ekki tilbúið til að ganga í hjónaband. Má ég sýna þér hvað segir um þetta efni í þessari handbók?“ Flettu upp á bls. 14 og lestu grein þrjú. Bentu síðan á millifyrirsagnirnar í kaflanum. Bjóddu bókina og gerðu ráðstafanir til að koma aftur.
3 Þegar við ræðum við foreldra gætum við sagt: „Við erum að ræða við foreldra um góð ráð til að ala upp börn. Í þessari handbók Farsælt fjölskyldulíf − hver er leyndardómurinn? er búið að safna saman ótal heilræðum í sambandi við barnauppeldi.“ Flettu upp á bls. 55, lestu gr. 10, lestu síðan 5. Mósebók 6:6, 7 í gr. 11. Bentu á skáletruðu setningarnar í gr. 12-16. Segðu síðan: „Þessi bók hefur hjálpað mörgum að verði betri foreldrar. Ef þig langar til að lesa hana er þér velkomið að fá eintak.“
4 Þegar við förum aftur til þeirra sem hafa þegið Farsælt fjölskyldulíf skaltu reyna að hefja biblíunámskeið. Það er tilvalið að byrja á 14. kafla í bókinni Hvað kennir Biblían? Við skulum reyna að hjálpa fólki á öllum aldri að öðlast farsælt fjölskyldulíf.