Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.07 bls. 1
  • Tölum orð Guðs óttalaust

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tölum orð Guðs óttalaust
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • Líktu eftir Jesú og prédikaðu með djörfung
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Höldum áfram að tala orð Guðs af djörfung
    Ríkisþjónusta okkar – 2005
  • Prédikar þú með djörfung?
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • ,Tölum orð Guðs af djörfung‘
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2010
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 4.07 bls. 1

Tölum orð Guðs óttalaust

1 Hikarðu stundum við að segja frá trú þinni þegar tækifæri gefst í skólanum eða í vinnunni? Finnst þér erfitt að vitna óformlega fyrir ættingjum og nágrönnum eða kannski fólki sem þú þekkir ekki? Hvað getur hjálpað okkur öllum að grípa góð tækifæri til að „tala orð Guðs óttalaust“? — Fil. 1:14.

2 Hikaðu ekki: Myndirðu hika við að verja náinn vin eða ættingja sem væri borinn röngum sökum? Öldum saman hefur verið dregin upp röng mynd af Jehóva, nánasta vini okkar. Við höfum einstakt tækifæri til að segja frá hinum mikla Guði okkar. (Jes. 43:10-12) Djúpur kærleikur til Jehóva getur hjálpað okkur að vinna bug á feimni og ótta og fengið okkur til að boða sannleikann óttalaust og án þess að hika. — Post. 4:26, 29, 31.

3 Mundu að við erum að boða fagnaðarerindi. Þeir sem fara eftir því munu njóta góðs af því til frambúðar. Ef við höfum hugann við gildi boðunarstarfsins en ekki okkur sjálf eða andstæðingana verður auðveldara fyrir okkur að boða trúna af djörfung.

4 Fordæmi annarra: Við getum fengið styrk með því að hugleiða trúfesti annarra sem hafa boðað orð Guðs óttalaust. Tökum dæmi: Enok boðaði óguðlegum syndurum dóm Jehóva af hugrekki. (Júd. 14, 15) Nói prédikaði trúfastlega fyrir sinnulausu fólki. (Matt. 24:37-39) Kristnir menn á fyrstu öld, sem voru „ólærðir leikmenn“, héldu áfram að prédika þrátt fyrir harða andstöðu. (Post. 4:13, 18-20) Varðturninn og Vaknið! innihalda stundum nútímafrásögur af einstaklingum sem sýndu trú á Jehóva og sigruðust þannig á ótta við menn og urðu kostgæfir boðberar fagnaðarerindisins.

5 Það getur verið hvetjandi fyrir okkur að íhuga lífsstefnu trúfastra þjóna Guðs til forna sem áttu við erfiðleika að stríða. (1. Kon. 19:2, 3; Mark. 14:66-71) „Guð gaf [þeim] djörfung“ og þeir töluðu óttalaust. Við getum það líka. — 1. Þess. 2:2.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila