Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í febrúar: Er til skapari sem er annt um okkur? eða Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn? Mars: Hvað kennir Biblían? Leggið sérstaka áherslu á að hefja ný biblíunámskeið. Apríl og maí: Varðturninn og Vaknið! Heimsækið aftur þá sem sýnt hafa áhuga, til dæmis þá sem voru viðstaddir minningarhátíðina eða sérræðuna, en eru ekki virkir í safnaðarstarfinu. Markmiðið ætti að vera að hefja biblíunámskeið hjá þeim sem hafa ekki þegar þegið það.
◼ Þar sem fimm helgar eru í mars væri kjörið að nota mánuðinn til aðstoðarbrautryðjandastarfs.
◼ Ritari safnaðarins og starfshirðir skulu fara yfir starfsemi allra brautryðjenda. Ef einhver á erfitt með að uppfylla tímakröfurnar ættu öldungarnir að gera ráðstafanir til að aðstoða hann.
◼ Sérræðan vorið 2008 nefnist: „Hver er hæfur til að fara með völd yfir mannkyni?“ Sjá tilkynningu í Ríkisþjónustunni í október 2007.