Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í júní: Hvað kennir Biblían? Leggið sérstaka áherslu á að hefja ný biblíunámskeið. Júlí og ágúst: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Andar hinna dánu, Ber Guð í raun umhyggju fyrir okkur?, Bók fyrir alla menn, Haltu vöku þinni!, Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Hver er tilgangur lífsins?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja“, Stjórnin sem koma mun á paradís, Þegar ástvinur deyr og Ættum við að trúa á þrenninguna? September: Hvað kennir Biblían? Leggið sérstaka áherslu á að hefja ný biblíunámskeið. Ef húsráðandi á bókina fyrir má sýna hvernig hún getur gagnast honum með því að kynna stuttlega hvernig biblíunámskeið fer fram.
◼ Þar sem fimm helgar eru í ágúst væri kjörið að nota mánuðinn til aðstoðarbrautryðjandastarfs.
◼ Umsjónarmaður í forsæti eða einhver sem hann tilnefnir á að endurskoða bókhald safnaðarins fyrir mánuðina mars, apríl og maí. Þegar því er lokið skal tilkynna það söfnuðinum eftir að næsta bókhaldsskýrsla er lesin upp.
◼ Gott væri ef umsóknir um brautryðjandastarf bærust deildarskrifstofunni að minnsta kosti 30 dögum áður en útnefningin á að taka gildi. Ritari safnaðarins ætti að fara yfir þær til að ganga úr skugga um að þær séu rétt útfylltar. Ef umsækjendur muna ekki nákvæmlega hvenær þeir létu skírast ættu þeir að reyna að áætla dagsetninguna og skrá hana hjá sér. Ritarinn skráir dagsetninguna á boðberakortið (S-21).
◼ Frá janúar 2008 hafa hljóðskrár með upptökum af Varðturninum og Vaknið! á ensku og spænsku verið aðgengilegar á Netinu á slóðinni www.jw.org. Mörgum hefur fundist þægilegt að hala niður hljóðskránum en þær eru aðgengilegar áður en geisladiskarnir berast til safnaðarins. Í hvert skipti sem hljóðskrá er sótt á netinu er það bókfært sem kostnaður í aðalstöðvum okkar. Þessi dreifingaraðferð er þó mun hagkvæmari en að fjölfalda og senda geisladiska. Við viljum því hvetja þá boðbera, sem hala niður hljóðskrám, að segja upp pöntun sinni á geisladiskum með sama efni. Með tímanum eiga eftir að bætast við upptökur á fleiri tungumálum á vefslóðinni www.jw.org.