Hjálpið nýjum að búa sig undir andstöðu
1 Þegar fólk byrjar að kynna sér Biblíuna og ‚vill lifa guðrækilega‘ verður það sérstakur skotspónn Satans. (2. Tím. 3:12) Menn geta orðið fyrir andstöðu frá vinnufélögum, skólafélögum eða nágrönnum. Og það getur verið sérstaklega erfitt fyrir nýja þegar ættingjar, sem vilja vel, standa á móti þeim. — Matt. 10:21; Mark. 3:21.
2 Andstaðan var sögð fyrir: Biblíunemendur þurfa að fá að vita að þeir megi búast við ofsóknum og að þær séu merki um að þeir séu að verða lærisveinar Krists. (Jóh. 15:20) Stundum stafar andstaðan af því að fólk hefur rangar hugmyndir um Votta Jehóva. Munum að það að þola háðung fyrir að fylgja Jesú og hlýða Guði veitir mikla gleði. (Post. 5:27-29, 40, 41) Fullvissið biblíunemendurna um að þeir eigi stuðning Jehóva vísan. (Sálm. 27:10; Mark. 10:29, 30) Ráðvendni þeirra skipar þeim Jehóva megin í deilumálinu um það hver sé réttmætur drottinn alheims. — Orðskv. 27:11.
3 Nákvæm þekking gegnir mikilvægu hlutverki: Leggðu áherslu á það við biblíunemendur þína að það sé mikilvægt að halda áfram að afla sér nákvæmrar þekkingar þrátt fyrir prófraunir sem þeir verða fyrir. Satan reynir með andstöðu að koma í veg fyrir að það sem þeir læri nái að festa rætur í hjarta þeirra. (Orðskv. 4:23; Lúk. 8:13) Þeir þurfa að halda áfram að afla sér þekkingar á orði Guðs svo að þeir nái góðri rótfestu í trúnni. — Sálm. 1:2, 3; Kól. 2:6, 7.
4 Þolgæðis er þörf: Þolgæði er nauðsynlegt til að standa af sér erfiðleika en þrautseigjan getur borgað sig ríkulega. (Lúk. 21:16-19) Þegar nýir standast andstöðu er það til góðs bæði fyrir þá sjálfa og aðra. Þeir kynnast af eigin raun hvernig Jehóva blessar þá sem eru trúfastir og þolgóðir. — Jak. 1:12.
5 Páll postuli gladdist yfir andlegum framförum trúbræðra sina í Þessaloníku. Hann þakkaði Guði fyrir þá, en hann hafði kennt mörgum þeirra sannleikann. (2. Þess. 1:3-5) Við getum fundið fyrir sams konar gleði og ánægju ef við undirbúum biblíunemendur okkar svo þeir geti verið þolgóðir þegar þeir mæta andstöðu.