Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í júní: Hvað kennir Biblían? Ef húsráðandi á þá bók fyrir má bjóða bækurnar Sannur friður og öryggi — hvernig? og Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans. Júlí og ágúst: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Andar hinna dánu — geta þeir hjálpað þér eða gert þér mein? Eru þeir til í raun og veru?, Bók fyrir alla menn, Haltu vöku þinni!, Hvað verður um okkur þegar við deyjum?, Nafn Guðs sem vara mun að eilífu, Stjórnin sem koma mun á paradís, Þegar ástvinur deyr og Ættum við að trúa á þrenninguna? September: Hvað kennir Biblían? Leggið sérstaka áherslu á að hefja ný biblíunámskeið. Ef húsráðandi á bókina fyrir má sýna hvernig hún getur gagnast honum með því að kynna stuttlega hvernig biblíunámskeið fer fram.
◼ Ef við höfum í hyggju að ferðast til lands, sem er hvorki að finna í nýjust ársskýrslu yfir starf Votta Jehóva né heimilisfangaskránni í nýjustu árbókinni, væri gott að hafa samband við deildarskrifstofuna til að ganga úr skugga um hvað þarf að varast og hvað þarf að hafa í huga. Starf okkar þar gæti verið háð ákveðnum takmörkunum. (Matt. 10:16) Í sumum löndum er ekki ráðlegt að ferðamenn setji sig í samband við votta eða söfnuði á staðnum. Einnig gætirðu fengið leiðbeiningar um óformlegan vitnisburð eða hvort það sé skynsamlegt að hafa með sér ritabirgðir. Með því að fara eftir þeim leiðbeiningum, sem eru gefnar, komumst við hjá því að skapa okkur vandræði eða stofna starfi safnaðarins á staðnum í hættu. — 1. Kor. 14:33, 40.