Upprifjun á efni Boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 30. ágúst 2010. Umsjónarmaður skólans stjórnar 20 mínútna upprifjun á efni sem farið hefur verið yfir á tímabilinu 5. júlí til 30. ágúst 2010.
1. Hvernig getur vígslubæn Salómons dýpkað skilning okkar á persónuleika Jehóva? (1. Kon. 8:22-53) [w98 1.5. bls. 6 gr. 4; w05 1.7. bls. 30 gr. 2]
2. Af hverju er sagt um Davíð að hann hafi, þrátt fyrir öll mistök sín, gengið fyrir augliti Jehóva „af heilum huga“? (1. Kon. 9:4) [w05 1.2. bls. 22 gr. 5]
3. Hvers vegna lagði drottningin af Saba upp í langa ferð til að hitta Salómon? (1. Kon. 10:1-3) [w85 1.12. bls. 30 gr. 8-31 gr. 1; w09 15.4. bls. 31 gr. 13]
4. Hvað getum við lært af fyrirmælum Jehóva um að Abía skyldi fá sómasamlega greftrun? (1. Kon. 14:13) [cl bls. 244 gr. 11]
5. Af hverju var Baalsdýrkun svívirðileg og hvaða þýðingu hafa átökin milli hennar og sannrar tilbeiðslu fyrir okkur? (1. Kon. 16:32, 33) [w08 jan.-mar. bls. 18 gr. 7-bls. 19. gr. 1]
6. Hvað átti Elía við þegar hann talaði um að „haltra til beggja hliða“? (1. Kon. 18:21) [w08 jan.-mar. bls. 19 gr. 3, 4]
7. Hvernig notar Jehóva mátt sinn í þágu þjóna sinna eins og sýndi sig með Elía? (1. Kon. 19:1-12) [cl bls. 42-43 gr. 15-16]
8. Af hverju neitaði Nabót að selja Akab víngarðinn sinn og hvað getum við lært af því? (1. Kon. 21:3) [w97 1.9. bls. 26-27 gr. 18-20]
9. Til hvaða „himins“ fór Elía „í stormviðri“? (2. Kon 2:11) [w05 1.9. bls. 9 gr. 1]
10. Hvers vegna þáði Elísa ekki gjöf Naamans? (2. Kon. 5:15, 16) [w05 1.9. bls. 9 gr. 2]