Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 9.10 bls. 1
  • Biblían — kraftur hennar í lífi þínu

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Biblían — kraftur hennar í lífi þínu
  • Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Svipað efni
  • Kynnstu krafti Biblíunnar í lífi þínu
    Ríkisþjónusta okkar – 2001
  • Sjáðu kraft Biblíunnar að verki!
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Hvernig getur Biblían gagnast þér?
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Hvernig getur Biblían gagnast þér?
    Von um bjarta framtíð – inngangur að biblíunámskeiði
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2010
km 9.10 bls. 1

Biblían — kraftur hennar í lífi þínu

Biblían hefur gefið milljónum manna kraft til að breyta lífi sínu til hins betra. Hvaða meginreglum Biblíunnar getum við fylgt til að okkur gangi vel í glímunni við vandamál nútímans? Þér mun eflaust finnast fróðlegt að sjá svarið við þeirri spurningu þegar þú horfir á myndina The Bible — Its Power in Your Life (Biblían — kraftur hennar í lífi þínu). Þessi mynd er önnur í röðinni af þrem myndum á mynddisknum The Bible — A Book of Fact and Prophecy (Biblían — bók staðreynda og spádóma). Geturðu svarað spurningum hér að neðan eftir að hafa horft á myndina?

(1) Að hvaða leyti er Biblían annað og meira en bókmenntalegt meistaraverk? (Hebr. 4:12) (2) Af hverju eru svona mörg vandamál í heiminum fyrst Biblían getur knúið fólk til að gera stórfelldar breytingar á lífi sínu? (3) Hver er rauði þráðurinn í Biblíunni? (4) Í hvaða ritningarstaði var vísað til að hjálpa hjónum að (a) bæta tjáskiptin og (b) stjórna skapinu? (5) Hvernig bætir það fjölskyldulífið ef hjónin tileinka sér viðhorf Guðs til hjónabandsins? (Ef. 5:28, 29) (6) Hvernig er Jehóva foreldrum til fyrirmyndar? (Mark. 1:9-11) (7) Hvernig geta foreldrar gert fjölskyldunámið áhugavert? (8) Hvað hvetur orð Guðs foreldra til að veita börnum sínum auk biblíufræðslu? (9) Hvernig geta heilræði Biblíunnar hjálpað fjölskyldum að ná endum saman? (10) Hvaða biblíulegu frumreglum um hreinlæti, streitu og misnotkun áfengis og vímuefna er gott að fara eftir til að draga úr heilsufarsvandamálum? (11) Hvaða fyrirheit Biblíunnar geta styrkt okkur? (Job. 33:25; Sálm. 145:16) (12) Hvernig hefur kennslan í Biblíunni gert gæfumuninn í lífi þínu? (13) Hvernig getur þú notað þessa mynd öðrum til góðs?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila