Upprifjun á efni Boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 25. október 2010. Umsjónarmaður skólans stjórnar 20 mínútna upprifjun á efni sem farið hefur verið yfir á tímabilinu 6. september til 25. október 2010.
1. Hvaða lærdóm má draga af því hvernig fór fyrir Asaría konungi (Ússía)? (2. Kon. 15:1-6) [w99 1.1. bls. 28 gr. 8; lv bls. 37 gr. 4]
2. Nú segir í 2. Kroníkubók 27:7, 8 að Jótam konungur hafi aðeins ríkt í 16 ár. Af hverju er þá talað um,tuttugasta stjórnarár‘ hans í 2. Konungabók 15:30? [w82 1.2. bls. 12; it-2 bls. 119 gr. 5]
3. Þegar látnum manni var fleygt í gröf Elísa og hann snerti bein hans lifnaði hann við. (2. Kon. 13:20, 21) Styður þetta kraftaverk dýrkun helgra dóma? [w05 1.9. bls. 11; w00 1.9. bls. 19 gr. 5]
4. Gerði Hiskía bandalag við Egypta eins og marskálkur Assýringa fullyrti? (2. Kon. 18:19-21) [w05 1.9. bls. 11]
5. Hvernig tímasetur 2. Konungabók 25:8, 25, 26 nákvæmlega hvenær sjötíu árin hófust sem Jerúsalem átti að liggja í eyði? [w06 1.1. bls. 20 gr. 2; w91 1.4. bls. 16 gr. 13]
6. Af hverju segir í 1. Samúelsbók 16:10, 11 að Davíð sé áttundi sonur Ísaí en í 1. Kroníkubók 2:15 að hann sé sá sjöundi? [w05 1.10. bls. 9]
7. Hvernig getum við líkt eftir Gíleaðítum til forna? (1. Kron. 5:10, 18-22) [w05 1.10. bls. 9 gr. 7]
8. Hvað má læra af hliðvörðunum af hópi Levíta? (1. Kron. 9:26, 27) [w05 1.10. bls. 9 gr. 8]
9. Hvers vegna er talað um 300 fallna í 1. Kroníkubók 11:11 en ekki 800 eins og í hliðstæðri frásögu í 2. Samúelsbók 23:8? [w05 1.10. bls. 10]
10. Hvað var athugavert við viðbrögð Davíðs sem lýst er í 1. Kroníkubók 13:11? [w05 1.10. bls.11 gr. 1]