Upprifjun á efni boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 28. febrúar 2011. Umsjónarmaður skólans stjórnar 20 mínútna upprifjun á efni sem farið hefur verið yfir á tímabilinu 3. janúar til 28. febrúar 2010.
1. Hvað lét Hiskía gera strax eftir að hann settist að völdum og hvernig getum við líkt eftir honum? (2. Kron. 29:16-18) [w09 15.6. bls. 9 gr. 13]
2. Hvaða lærdóm má draga af því að Jósía konungur skyldi þjóna Jehóva dyggilega? (2. Kron. 34:1-3) [w91 1.2. bls. 5 gr. 2; w05 1.12. bls. 21 gr. 7, 10, 11]
3. Hvernig styður Esrabók 3:1-6 það að Jerúsalem hafi legið í eyði í nákvæmlega 70 ár? [w06 1.1. bls. 20 gr. 2]
4. Af hverju var Esra agndofa þegar hann uppgötvaði að Gyðingar höfðu stofnað til hjúskapar við aðrar þjóðir í landinu? (Esra. 9:1-3) [w06 1.1. bls. 21 gr. 1]
5. Hverjir voru „aðalsmennirnir“ og hvaða hugarfar sýndu þeir sem okkur ber að forðast? (Nehem. 3:5) [w06 1.2. bls. 10 gr. 1]
6. Að hvaða leyti geta kristnir umsjónarmenn tekið sér Nehemía landstjóra til fyrirmyndar? (Nehem. 5:14-19) [w06 1.2. bls.10 gr. 4]
7. Hvernig getum við tekið Ísraelsmenn á dögum Nehemía til fyrirmyndar til að tryggja að við vanrækjum ekki „hús Guðs okkar“? (Nehem. 10:32-39) [w98 1.12. bls. 19-20 gr. 12]
8. Hvaða spurninga gætum við spurt okkur þegar við hugleiðum það sem Nehemía gerði? (Nehem. 13:31) [w96 1.11. bls. 24 gr. 3]
9. Átti Ester siðlaus mök við Xerxes (Ahasverus) konung? (Est. 2:14-17) [w06 1.3. bls. 9 gr. 3]
10. Af hverju vildi Mordekaí ekki falla á kné og lúta Haman? (Est. 3:2, 4) [w06 1.3. bls. 9 gr. 4]