Fréttir af boðunarstarfinu
Hið stjórnandi ráð skipulagði sérstakt starfsátak í aprílmánuði. Hver voru viðbrögðin? Tölurnar tala skýru máli og sýna að við höfum verið „síauðug í verki Drottins“. (1. Kor. 15:58) Alls störfuðu 349 boðberar en 161 þeirra var aðstoðarbrautryðjandi. Það eru fleiri aðstoðarbrautryðjendur en nokkurn tíma áður á Íslandi. Þar að auki voru 47 brautryðjendur eða sérbrautryðjendur. Það þýðir að 59,6% boðbera þjónuðu í fullu starfi með einum eða öðrum hætti í mánuðinum. Alls voru notaðir 10.302 tímar í boðunarstarfinu, dreift var 11.498 blöðum og farið í 3.838 endurheimsóknir. Allt eru þetta hæstu tölur sem sést hafa í einum mánuði á Íslandi. Apríl var sannarlega sérstakur mánuður og starfsátakið Jehóva til lofs og heiðurs. – Sálm. 150:6.