Fréttir af boðunarstarfinu
Framfarir urðu á nánast öllum sviðum starfsins á liðnu þjónustuári. Boðberum fjölgaði um 1% og urðu þeir 342. Það er mjög ánægjulegt að sjá að á sama tíma fjölgaði starfstímum um 8% (samtals 77.296). Nýja biblíubæklingnum var vel tekið á landinu og dreift var 4.082 eintökum sem er tvöföldun frá fyrra ári. Í september var einnig unnið öflugt starf því að farið var í fleiri endurheimsóknir en á sama tíma í fyrra og haldin fleiri biblíunámskeið, auk þess sem boðberum fjölgaði milli ára.