Hverju geturðu glaðst yfir?
1. Hverju getum við glaðst yfir í lok hvers mánaðar?
1 Í lok hvers mánaðar erum við beðin um að skila starfsskýrslu. Hverju geturðu glaðst yfir þegar þú skilar þinni skýrslu? (Gal. 6:4) Hvort sem við erum sérbrautryðjendur og störfum í 130 tíma eða boðberar, sem mega telja tímann í stundarfjórðungum, höfum við öll ástæðu til að gleðjast yfir því að geta þjónað Jehóva heilshugar. – Sálm. 100:2.
2. Hvers vegna ættum við að leggja okkur fram í þjónustu Jehóva?
2 Jehóva er Drottinn alheims og verðskuldar þess vegna það besta sem við eigum. (Mal. 1:6) Við hétum því að gera vilja hans vegna þess að við elskum hann. Við höfum því góða ástæðu til að gleðjast í lok hvers dags eða mánaðar ef við erum viss um að við höfum gefið Jehóva,frumgróða uppskeru okkar‘, það er að segja af tíma okkar, hæfileikum og kröftum. (Orðskv. 3:9) Ef samviskan segir okkur hins vegar að við gætum gert betur ættum við að hugleiða hvernig við getum bætt okkur. – Rómv. 2:15.
3. Hvers vegna ættum við ekki að bera okkur saman við aðra?
3 „Ekki í samanburði við aðra“: Við ættum ekki að bera okkur saman við aðra eða jafnvel okkur sjálf þegar við höfðum meira þrek. Aðstæður breytast og hæfileikar fólks eru ólíkir. Samanburður leiðir oft til keppnisanda eða minnimáttarkenndar. (Gal. 5:26; 6:4) Jesús bar fólk ekki saman heldur hrósaði því í samræmi við getu hvers og eins. – Mark. 14:6-9.
4. Hvaða dýrmæta lærdóm getum við dregið af dæmisögu Jesú um talenturnar?
4 Í dæmisögu Jesú um talenturnar fékk húsbóndinn þjónum sínum í hendur talentur, „hverjum eftir hæfni“. (Matt. 25:15) Þegar húsbóndinn sneri aftur sagði hann þjónunum að gera skil á verkefnum sínum. Þeim sem höfðu verið iðnir og unnið vel miðað við getu sína og aðstæður var hrósað og þeir fengu að ganga inn í fögnuð herra síns. (Matt. 25:21, 23) Ef við erum iðin við að boða fagnaðarerindið getum við á sama hátt verið viss um velþóknun Guðs og haft ástæðu til að gleðjast.