Fréttir af boðunarstarfinu
Allir sem,flytja fagnaðarerindið‘ á Íslandi geta glaðst yfir skýrslunni um starfið í febrúar. (Matt. 11:5) Mikið var gert til að hjálpa fólki að kynnast dásamlegum áformum Jehóva. Í febrúar tóku 352 boðberar þátt í boðunarstarfinu, en það eru 15 fleiri en í sama mánuði í fyrra. Boðberar vörðu einnig 300 fleiri klukkustundum í boðunarstarfinu. Þeir fóru í fleiri endurheimsóknir og dreifðu fleiri blöðum. Biblíunámskeiðin voru 292 talsins. Þetta er hvetjandi skýrsla.