Ungt fólk spyr – hvernig get ég eignast sanna vini?
Jehóva skapaði okkur með hæfileika til að eiga samskipti við aðra og eignast vini. (Orðskv. 17:17; 18:1, 24) Við verðum að velja vini okkar vandlega svo að vináttan verði bæði okkur og vinum okkar til góðs. (Orðskv. 13:20) Geturðu svarað eftirfarandi spurningum eftir að hafa horft á myndbandið Young People Ask – How Can I Make Real Friends? (Ungt fólk spyr – hvernig get ég eignast sanna vini?)
Inngangur:
(1) Hvað er sannur vinur?
Það sem hindrar vináttu:
(2) Hvernig er hægt að komast yfir þá tilfinningu að maður sé skilinn út undan? (Fil. 2:4) (3) Hvers vegna verðum við að vera fús til að bæta persónuleika okkar og hver getur hjálpað okkur til þess? (2. Kor. 13:11) (4) Hvað getum við gert til að eignast fleiri vini? – 2. Kor. 6:13.
Vinátta við Guð:
(5) Hvernig getum við ræktað nánara samband við Jehóva og hvers vegna er það þess virði? (Sálm. 34:9) (6) Hvaða áhrif hefur það á vinahóp okkar ef Jehóva er besti vinur okkar?
Slæmir félagar:
(7) Hvað er vondur félagsskapur? (1. Kor. 15:33) (8) Hvernig getur rangur félagsskapur leitt til andlegs skipbrots?
Leikrit úr nútímanum:
(9) Hvaða lærdóm má draga af frásögu Biblíunnar af Dínu? (1. Mós. 34:1, 2, 7, 19) (10) Hvernig réttlætti Tara félagsskap við unglinga sem voru ekki í söfnuðinum? (11) Í hvaða hættum lenti hún vegna skólafélaganna? (12) Hvers vegna tóku foreldrar hennar ekki eftir hættunni sem hún var í en hvernig hjálpuðu þeir henni að styrkja sambandið við Jehóva? (13) Hvernig reyndist brautryðjandasystir vera sannur vinur Töru? (14) Hvað fór Tara að líta öðrum augum að lokum?
Niðurstaða:
(15) Hvað lærðir þú af myndbandinu? (16) Hvernig getur þú notað myndbandið til að hjálpa öðrum?
Veljum okkur vini sem hjálpa okkur að láta ekkert spilla vináttunni við Guð, besta vin okkar. – Sálm. 15:1, 4; Jes. 41:8.