Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í október: Varðturninn og Vaknið! Í endurheimsóknum má bjóða bókina Hvað kennir Biblían? Ef það á betur við er hægt að bjóða bæklingana Biblían – hver er boðskapur hennar? eða Var lífið skapað? og reyna að hefja biblíunámskeið. Nóvember og desember: Notið eitthvert eftirtalinna smárita: Viltu vita svörin?, Líf í friðsömum nýjum heimi, Hvaða von er um látna ástvini?, Langar þig að vita meira um Biblíuna?, Þjáningar taka brátt enda eða einhver önnur smárit sem eiga við. Sýnið hvernig biblíunámskeið fer fram með hjálp bókarinnar Hvað kennir Biblían? ef fólk sýnir áhuga. Janúar: Hver sem er af eftirtöldum 32 síðna bæklingum: Haltu vöku þinni!, Hvað verður um okkur þegar við deyjum eða Nafn Guðs sem vara mun að eilífu. Bjóðið bókina Hvað kennir Biblían? í endurheimsóknum og reynið að hefja biblíunámskeið.
◼ Það er í höndum umsjónarmanna starfshópanna að safna saman starfsskýrslum fyrir hvern mánuð. Þetta mun hjálpa honum að hafa góða umsjón með hópnum. Hann kemur síðan skýrslunum til ritarans. Við hvetjum ykkur til að láta umsjónarmann ykkar fá skýrsluna eins tímanlega og mögulegt er í byrjun hvers mánaðar.