Fréttir af boðunarstarfinu
Það er mjög ánægjulegt að lesa skýrslu maímánaðar. Okkur líður eins og þeim sem er lýst í Postulasögunni 15:31: „Þegar menn lásu það urðu þeir glaðir yfir þessari uppörvun.“ Í samanburði við maímánuð í fyrra er hægt að sjá framfarir á mörgum sviðum þjónustunnar. Boðberatalan er aftur komin í 360 en það er aukning um 12 boðbera frá því í maí í fyrra. Alls voru notaðar 6.230 klukkustundir í boðunarstarfinu. Einnig má nefna að haldin voru 328 biblíunámskeið. Það er aukning um 44 biblíunámskeið í samanburði við maí í fyrra. Fleiri blöðum var dreift og farið var í fleiri endurheimsóknir en í maí 2011. Allt þetta vitnar um sterka trú og hvetur okkur til að halda áfram þessu góða starfi. – Rómv. 1:12.