Fréttir af boðunarstarfinu
Af starfsskýrslu október má sjá að þjónar Jehóva hafa lagt sig alla fram um að helga nafn hans. (Matt. 6:9) Við settum tvö ný met í mánuðinum: 379 boðberar og 37 brautryðjendur. Á hverjum degi voru notaðar 243 klukkustundir að meðaltali í boðunarstarfinu. Það gera því 7.518 klukkustundir í mánuðinum. Stór hluti starfstímanna var notaður til að sinna endurheimsóknum og biblíunámum. Skýrslan sýnir að farið var í 3.578 endurheimsóknir en það er aukning upp á 16,4 prósent miðað við sama mánuð árið á undan. Haldin voru 289 biblíunámskeið.