Fréttir af boðunarstarfinu
Skýrsla janúarmánaðar sýnir að vetrarkuldinn hefur ekki aftrað okkur frá því að vera brennandi í andanum. (Rómv. 12:11) Í löndunum sex, sem deildarskrifstofan í Skandinavíu hefur umsjón með, voru hvorki meira né minna en 3.578 brautryðjendur í janúar og það er nýtt met. Í Noregi voru 788 brautryðjendur og í Svíþjóð 1944 brautryðjendur, en það er nýtt met í þessum löndum. Við viljum enn og aftur benda á fjölda biblíunámskeiða. Þau voru nálega 22.000 en boðberar eru 48.000. Það er 5 prósent aukning miðað við janúar í fyrra. Á Íslandi var dreift alls 7.050 blöðum og það eru 45 prósent fleiri blöð en fyrir ári síðan.