Fréttir af boðunarstarfinu
Þegar febrúarskýrslan kom var þjónustuárið hálfnað. Þá lögðum við saman allar tölur fyrir þau sex lönd sem heyra undir deildarskrifstofuna í Skandinavíu. Mánaðarlegt meðaltal boðbera var 48.041 og er það 1% aukning frá fyrstu sex mánuðum þjónustuársins 2012. Á Íslandi var aukningin ein 6%, í Noregi 2% og í Danmörku 1%. Það var líka mjög hvetjandi að sjá hversu margar klukkustundir voru notaðar í starfinu. Samanlagt vörðu löndin sex 3.847.574 tímum í að boða fagnaðarerindið um ríkið. Það þýðir að starfað var daglega í 21.257 tíma á svæði deildarskrifstofunnar. Það er ánægjulegt að sjá að við synjum ekki góðs þeim sem þarfnast þess. – Orðskv. 3:27