Fréttir af boðunarstarfinu
Í mars var gert sérstakt átak til að færa Jehóva Guði „lofgjörðarfórn“. (Hebr. 13:15) Meira en 40% boðbera störfuðu sem brautryðjendur í mánuðinum. Af þeim 48.626 boðberum, sem eru í löndunum sex, voru 15.913 aðstoðarbrautryðjendur og 3.700 brautryðjendur og sérbrautryðjendur. Í Noregi náðist nýtt boðberamet, en þar tóku alls 11.193 þátt í boðuninni í mars. Það er einnig gleðilegt að geta skýrt frá því að 304 nýir bræður og systur hafa bæst við það sem af er þessu þjónustuári.