Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.14 bls. 5-6
  • Að hjálpa þeim sem eiga erfitt með lestur

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að hjálpa þeim sem eiga erfitt með lestur
  • Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Svipað efni
  • Kennum þeim sem hafa litla lestrarkunnáttu
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum til skírnar? – fyrri hluti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Hjálpaðu öðrum að fara eftir því sem Biblían kennir
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Vertu kostgæfinn að lesa
    Aflaðu þér menntunar í Boðunarskólanum
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2014
km 6.14 bls. 5-6

Að hjálpa þeim sem eiga erfitt með lestur

1. Hvernig getur það verið áskorun að fræða fólk, sem á erfitt með lestur, um Biblíuna?

1 Húsráðendur, sem eiga erfitt með lestur, hafa kannski áhuga á trúmálum en þeim vex ef til vill í augum að lesa Biblíuna eða aðrar bækur. Það gagnast lítið að bjóða slíku fólki bókina Hvað kennir Biblían? að minnsta kosti í fyrstu. En hvernig getum við hjálpað því að eignast samband við Jehóva? Við spurðum reynda boðbera í rúmlega 20 löndum hvernig þeir færu að. Hér á eftir koma tillögur þeirra.

2. Hvaða námsgögn gætu komið þeim að gagni sem eiga erfitt með lestur?

2 Ef nemandinn á erfitt með lestur eða kann jafnvel ekki að lesa væri hægt að byrja á því að nota bæklinga á borð við Hlustaðu á Guð og lifðu að eilífu eða Listen to God (ekki til á íslensku). Brautryðjandi nokkur í Bandaríkjunum sýnir húsráðanda báða bæklingana og spyr hvorn honum lítist betur á. Deildarskrifstofan í Kenía greinir frá því að það beri góðan árangur að nota þessa bæklinga. Í Afríku er nefnilega hefð fyrir því að kenna með sögum frekar en spurningum og svörum. Námsaðferð sem felur í sér lestur og spurningar er oftast auðveld fyrir skólagengið fólk en þeim sem hafa litla menntun getur þótt hún óþægileg. Ef nemandinn getur lesið sér til gagns finnst mörgum boðberum gott að byrja á að nota bæklingana Gleðifréttir frá Guði, You Can Be God’s Friend! (ekki til á íslensku) eða Biblíusögubókina mína.

3. Hvernig hjálpar það við kennsluna að sýna þeim sem eru ólæsir skilning?

3 Hrósaðu: Þeir sem hafa ekki lært að lesa geta farið hjá sér og margir þeirra hafa lélega sjálfsmynd. Hjálpaðu þeim að slaka á. Það er oft fyrsta skrefið til að kenna þeim sannleikann. Flestir þeirra sem eru ólæsir eru skynsamir og geta vel lært. Sýndu þeim tilhlýðilega virðingu og komdu vel fram við þá. (1. Pét. 3:15) Þeir fá löngun til að halda áfram að læra ef þeir sjá árangur af erfiði sínu og taka framförum. Vertu því óspar á hrósið.

Þeir sem ekki hafa lært að lesa geta farið hjá sér og margir þeirra hafa lélega sjálfsmynd. Hjálpaðu þeim að slaka á.

4. Hvernig getum við hvatt þá sem hafa takmarkaða lestrarkunnáttu til að undirbúa sig fyrir námsstundina?

4 Þótt nemandinn hafi litla lestrarkunnáttu skaltu hvetja hann til að undirbúa sig fyrir námsstundina. Nokkrir boðberar í Suður-Afríku hvetja nemendur sína til að biðja vin eða einhvern í fjölskyldunni, sem kann að lesa, um aðstoð. Boðberi nokkur í Bretlandi hvetur nemendur sína til að undirbúa sig með því að lána þeim sína bók hluta af náminu, svo að þeir sjái hvað það er auðvelt að finna svörin þegar búið er að strika undir þau. Trúbróðir okkar á Indlandi hvetur nemendur sína til að skoða myndirnar í kaflanum, sem þeir ætla að fara yfir í næstu viku, og vera búnir að íhuga þær.

5. Hvernig getum við sýnt þolinmæði þegar við kennum biblíunemanda okkar?

5 Sýndu þolinmæði: Einbeittu þér að aðalatriðunum sama hvaða námsrit þú notar og hjálpaðu nemanda þínum að skilja þau vel. Til að byrja með gæti verið best að hafa umræðurnar aðeins 10 til 15 mínútur. Passaðu að fara ekki yfir of mikið efni. Það gæti verið nóg að fara yfir fáeinar greinar í hvert skipti. Vertu þolinmóður ef nemandinn les hægt. Hann finnur líklega hjá sér hvöt til að taka framförum í lestrinum þegar hann fer að kynnast Jehóva betur. Til að hjálpa nemandanum að gera það er best að bjóða honum að koma á samkomur alveg frá byrjun.

6. Hvernig getum við kennt fólki að lesa?

6 Ef biblíunemendur eru vel læsir taka þeir skjótari framförum í þjónustu Jehóva. (Sálm. 1:1-3) Margir hafa hjálpað nemendum sínum með því að hvetja þá til að nota hljóðupptökur af ritunum okkar. Ef nemandinn hlustar vel á lesarann og fylgist með í ritinu bætir hann lestrarkunnáttu sína. Það getur jafnvel verið gott að lesa lágum rómi með lesaranum. Ef nemandinn missir móðinn gætir þú eflt sjálfstraust hans með því að benda honum á atriði sem honum hefur tekist að læra. Fullvissaðu hann um að Jehóva muni blessa viðleitni hans og hvettu hann til að biðja Jehóva um hjálp. (Orðskv. 16:3; 1. Jóh. 5:14, 15) Sumir boðberar í Bretlandi hvetja nemendur sína til að setja sér skynsamleg en þó áframhaldandi markmið. Þegar við hjálpum biblíunemendum að bæta lestrarkunnáttu sína þurfum við oft að glæða með þeim löngun til að læra en ekki bara að kenna þeim aðferðina.

7. Af hverju ættum við ekki að veigra okkur við að kenna þeim sannleikann sem eiga erfitt með lestur?

7 Jehóva lítur ekki niður á þá sem hafa litla menntun. (Job. 34:19) Það er hjartalag fólks sem Jehóva rannsakar. (1. Kron. 28:9) Ekki veigra þér við að kenna þeim sannleikann sem kunna ekki að lesa. Þú hefur aðgang að mörgum hjálpargögnum sem þú getur notað til að byrja með. Með tímanum getur þú svo notað bókina Hvað kennir Biblían? og þá fær nemandinn víðtækari skilning á Biblíunni.

Ef húsráðandi er ólæs skaltu reyna þetta:

  • Notaðu til að byrja með bæklinginn Hlustaðu á Guð og lifðu að eilífu eða önnur hentug rit.

  • Sýndu honum virðingu og vertu óspar á hrósið.

  • Hafðu samræðurnar stuttar og passaðu að fara ekki yfir of mikið efni.

  • Hjálpaðu honum að bæta sig í lestri.

Þegar hann sýnir að hann kann að meta sannleikann og langar til að læra meira er hægt að skipta yfir í bókina Hvað kennir Biblían?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila