Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.14 bls. 2-3
  • Að halda árangursrík biblíunámskeið

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Að halda árangursrík biblíunámskeið
  • Ríkisþjónusta okkar – 2014
  • Svipað efni
  • Hjálpum biblíunemendum okkar að verða hæfir til skírnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum til skírnar? – síðari hluti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
  • Gefum gaum að fræðslunni
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2008
  • Hvernig getum við hjálpað biblíunemendum til skírnar? – fyrri hluti
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2020
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2014
km 12.14 bls. 2-3

Að halda árangursrík biblíunámskeið

1. Hvaða ábyrgð hafa boðberar sem halda biblíunámskeið?

1 Enginn getur þjónað Jehóva nema Jehóva „laði hann“ að sér. (Jóh. 6:44) Samt sem áður þurfa boðberar, sem halda biblíunámskeið, að gera sitt til að hjálpa fólki að nálægja sig himneskum föður sínum. (Jak. 4:8) Það kallar á undirbúning. Til að hjálpa nemendum okkar að fá fullan skilning á boðskapnum og taka framförum er ekki nóg að lesa hverja tölugrein og spyrja spurningarinnar.

2. Hverju getur árangursríkt biblíunámskeið komið til leiðar?

2 Til að halda árangursríkt biblíunámskeið þurfa boðberar að hjálpa nemendum sínum að (1) skilja það sem Biblían kennir, (2) viðurkenna það sem Biblían kennir og (3) framkvæma það sem Biblían kennir. (Jóh. 3:16; 17:3; Jak. 2:26) Það getur tekið marga mánuði að hjálpa einstaklingum að stíga þessi skref. Með hverju skrefi styrkir nemandinn samband sitt við Jehóva og nálgast markmiðið að vígjast honum.

3. Hvers vegna spyrja góðir kennarar viðhorfsspurninga?

3 Hvað hugsar biblíunemandinn? Til að vita hvort biblíunemandi okkar skilur og viðurkennir það sem hann er að læra er best að tala ekki allan tímann sjálfur heldur hvetja nemandann til að tjá sig. (Jak. 1:19) Skilur nemandinn hvað Biblían kennir um það efni sem er til umræðu? Getur hann útskýrt efnið með eigin orðum? Hvernig lítur hann á það sem hann hefur lært? Finnst honum það sem Biblían kennir sanngjarnt? (1. Þess. 2:13) Skilur hann að það sem hann er að læra ætti að hafa áhrif á hvernig hann lifir lífinu? (Kól. 3:10) Til að fá svör við slíkum spurningum þurfum við að spyrja viðhorfsspurninga með háttvísi og hlusta síðan á svarið. – Matt. 16:13-16.

4. Hvað er best að gera ef nemandi á erfitt með að skilja eða fara eftir því sem Biblían kennir?

4 Það tekur oft tíma að venja sig af rótgrónum venjum eða hugsunarhætti. (2. Kor. 10:5) En hvað ef nemandi okkar hvorki viðurkennir né tileinkar sér það sem honum er kennt? Þá þarf að sýna þolinmæði og gefa orði Guðs og heilögum anda hans nægan tíma til að hafa áhrif á hjarta nemandans. (1. Kor. 3:6, 7; Hebr. 4:12) Það er oftast betra að halda áfram og taka næsta viðfangsefni fyrir en að þrýsta á nemandann ef hann á erfitt með að skilja eða tileinka sér ákveðið atriði. Þegar við höldum áfram að kenna honum með þolinmæði og kærleika það sem Biblían kennir, fær hann kannski með tímanum löngun til að gera nauðsynlegar breytingar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila