Upprifjun á efni Boðunarskólans
Farið verður yfir eftirfarandi spurningar í Boðunarskólanum í vikunni sem hefst 29. desember 2014.
Hvernig lítum við á fyrirmælin í 5. Mósebók 14:1 sem bannar sjálfsmeiðingar þegar látnir eru syrgðir? [3. nóv., w04 1.10. bls. 21 gr. 5]
Hvers vegna áttu konungar Ísraels að rita eftirrit af lögum Guðs handa sér á bók og „lesa hana alla ævidaga sína“? (5. Mós. 17:18-20) [3. nóv., w02 1.8. bls. 19 gr. 4]
Hvers vegna er sagt: „Þú skalt ekki plægja með nauti og asna saman“ og hvernig má heimfæra boðið um ójafnt ok upp á kristna menn? (5. Mós. 22:10) [10. nóv., w96 1.5. bls. 31]
Hvers vegna var bannað að taka „kvörn eða efri kvarnarstein að veði“? (5. Mós. 24:6) [17. nóv., w04 1.10. bls. 20 gr. 3]
Með hvaða hugarfari áttu Ísraelsmenn að hlýða og af hvaða hvötum ættum við að vilja þjóna Jehóva? (5. Mós. 28:47) [24. nóv., w10 15.9. bls. 8 gr. 4]
Hvaða þrjár grundvallarkröfur, sem eru forsendur þess að fá að lifa, eru nefndar í 5. Mósebók 30:19, 20? [24. nóv., w10 15.2. bls. 28 gr. 17]
Þurfum við að lesa alla Biblíuna upphátt, allt frá 1. Mósebók til Opinberunarbókarinnar? Skýrðu svarið. (Jós. 1:8) [8. des., w13 15.4. bls. 8 gr. 4]
Hver er ,fyrirliðinn fyrir hersveit Drottins‘ sem nefndur er í Jósúabók 5:14, 15 og hvernig getur þessi frásaga uppörvað okkur? [8. des., w04 1.12. bls. 19 gr. 2]
Hvað varð þess valdandi að Akan syndgaði og hvað getum við lært af slæmu fordæmi hans? (Jós. 7:20, 21) [15. des., w10 15.4. bls. 20-21 gr. 2, 5]
Hvernig er fordæmi Kalebs okkur til hvatningar? (Jós. 14:10-13) [29. des., w04 1.12. bls. 22 gr. 2]