Tillögur að kynningum
Varðturninn mars-apríl
„Við erum að gefa öllum hérna í götunni eintak af þessu smáriti. Það útskýrir hvernig Biblían getur nýst okkur í daglega lífinu. Þetta er þitt eintak. [Réttu húsráðanda smáritið Hvernig lítur þú á Biblíuna?] Sumir hafa velt því fyrir sér hvar þeir geti fengið ráð sem hjálpa þeim að hafa ánægju af vinnu sinni. Taktu eftir hvað þetta biblíuvers segir varðandi vinnu. [Lestu Prédikarann 3:13.] Í Biblíunni finnum við meginreglur sem hjálpa okkur að hafa ánægju og gleði af störfum okkar. Í þessu blaði er fjallað nánar um það. Má bjóða þér að lesa það?“
Vaknið! mars-apríl
„Margir trúa því að lífið hafi orðið til vegna þróunar, en aðrir eru ekki jafn sannfærðir. Hvernig heldur þú að lífið hafi orðið til? [Gefðu kost á svari.] Áratuga rannsóknir benda til að líf geti aðeins kviknað af lífi. Þetta er í samræmi við einfalda útskýringu sem er að finna í Biblíunni. [Lestu Sálm 36:10.] Í þessu blaði er fjallað um hvers vegna margir hafa komist að þeirri niðurstöðu að lífið sé of flókið og stórkostlegt til að vera afleiðing þróunar.“