Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 4.15 bls. 1
  • Notum tíma okkar í boðunarstarfinu sem best

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Notum tíma okkar í boðunarstarfinu sem best
  • Ríkisþjónusta okkar – 2015
  • Svipað efni
  • Hvernig geturðu fullnað þjónustu þína?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Nýttu tímann vel
    Ríkisþjónusta okkar – 1999
  • Nýjar aðferðir við að kynna ritin meðal almennings
    Ríkisþjónusta okkar – 2013
  • Að bera vitni hús úr húsi
    Ríkisþjónusta okkar – 2006
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2015
km 4.15 bls. 1

Notum tíma okkar í boðunarstarfinu sem best

Vottar Jehóva notuðu 1.945.487.604 klukkustundir í boðunarstarfinu á þjónustuárinu 2014 – sem gefur skýrt til kynna að við séum ákveðin í að vera önnum kafin í þjónustu Jehóva. (Sálm. 110:3; 1. Kor. 15:58) Þar sem „tíminn er orðinn naumur“ gætum við þá reynt að nota dýrmætan tíma okkar í boðunarstarfinu til að ná sambandi við enn fleira fólk? – 1. Kor. 7:29.

Það kallar á sveigjanleika að nota tíma okkar í boðunarstarfinu sem best. Segjum að þú notir oft klukkutíma eða meira í boðunarstarfinu án þess að ná að tala við nokkurn. Gætirðu gert breytingar til þess að finna fleira fólk og ná tali af því? Aðstæður eru breytilegar frá einum stað til annars. Engu að síður gætu eftirfarandi tillögur hjálpað þér að nota tímann betur svo þú sláir síður „vindhögg“. – 1. Kor. 9:26.

  • Boðunarstarf hús úr húsi: Áratugum saman hafa boðberar haft fyrir venju að byrja daginn á því að starfa hús úr húsi. En þar sem margir eru útivinnandi á daginn væri ekki úr vegi að starfa hús úr húsi seinnipart dags eða snemma kvölds þegar fleiri eru heima og afslappaðir. Það gæti verið árangursríkara að fara í götustarf eða starfa á viðskiptasvæði að degi til.

  • Boðunarstarf á meðal almennings: Ritatrillum og borðum ætti að koma fyrir á fjölförnum stöðum á starfssvæði safnaðarins. (Sjá Ríkisþjónustu okkar í júlí 2013, bls. 5) Ef umferð gangandi vegfarenda minnkar á svæði, þar sem borðum eða ritatrillum hefur verið stillt upp, gæti starfsnefnd safnaðarins ákveðið að stilla þeim upp á öðru svæði þar sem slík umferð er meiri.

  • Endurheimsóknir og biblíunámskeið: Gætirðu sett endurheimsóknir og biblíunámskeið á dagskrá á þeim tíma þegar rólegra er í öðrum greinum boðunarstarfsins? Ef starfið hús úr húsi reynist árangursríkt á laugardagsmorgnum gætirðu þá sinnt biblíunámsskeiðum seinnipart dags eða á kvöldin? Gætu boðberar á leið í endurheimsóknir verið fáir í hverjum bíl, svo að starfið verið árangursríkara?

Enda þótt við getum talið tímann hvenær sem við förum í boðunarstarfið verðum við miklu ánægðari þegar við erum skilvirk. Ef þú finnur að ein grein þjónustunnar er ekki árangursrík á ákveðnum tíma skaltu reyna einhverja aðra. Farðu með bæn til Jehóva, „herra uppskerunnar“, til að fá leiðsögn hans, svo að þú getir notað tíma þinn í boðunarstarfinu sem best. – Matt. 9:38, Biblían 1981.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila