Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í maí og júní: Hvað kennir Biblían? Júlí og ágúst: Gleðifréttir frá Guði.
◼ Við höfum í mörg ár notað eyðublaðið Vinsamlegast fylgið eftir (S-43) þegar við hittum áhugasamt fólk sem óskar eftir að fá heimsókn aftur, en býr ekki á starfssvæði safnaðarins eða talar annað tungumál. Héðan í frá á ekki að nota þetta eyðublað (S-43). Við eigum framvegis að hafa sjálf samband við viðkomandi söfnuð eða hóp og biðja um aðstoð handa áhugasama einstaklingnum. Einnig getum við hjálpað honum að fara inn á heimasíðu okkar, jw.org og fylla út upplýsingar til að biðja um ókeypis biblíunámskeið.