Fréttir af boðunarstarfinu
Starfsskýrslan í mars sýnir að þeir 49.168 boðberar, sem heyra undir deildarskrifstofuna í Skandinavíu, hafa lagt sig vel fram við að bjóða fólki á minningarhátíðina. Við dreifðum 2.072.219 boðsmiðum í mars en það samsvarar því að hver boðberi hafi dreift 40 boðsmiðum. Aðstoðarbrautryðjendur voru alls 8.109 og 4.183 trúboðar, sérbrautryðjendur og brautryðjendur. Við höldum samtals 23.616 biblíunámskeið. Allt þetta sýnir að við líktum eftir kostgæfni Jehóva og Jesú í kringum minningarhátíðina. – Jesaja 9:6