Tilkynningar
◼ Ritatilboðið í nóvember og desember: Hvað kennir Biblían? eða eitt af eftirtöldum smáritum: Geta hinir dánu lifað á ný?, Hvernig lítur þú á Biblíuna?, Hvernig heldurðu að framtíðin verði?, Hvað gerir fjölskyldulífið hamingjuríkt?, Hvað er ríki Guðs?, Hver stjórnar heiminum? eða Taka þjáningar einhvern tíma enda? Janúar og febrúar: Gleðifréttir frá Guði og Var lífið skapað? Mars og apríl: Varðturninn og Vaknið!
◼ Þeir sem hafa áhuga á að starfa í öðru landi sem heyrir ekki undir deildarskrifstofuna í Skandinavíu ættu að skrifa starfsnefnd safnaðarins bréf með upplýsingum um sjálfa sig og hvað þeir eru tilbúnir að gera. Starfsnefndin sendir síðan bréfið áfram ásamt meðmælabréfi til viðeigandi deildarskrifstofu. (od bls. 111-112) Athugið að við gefum ekki upplýsingar um netföng annarra deildarskrifstofa. Bréfin ættu að vera send í pósti til viðeigandi deildarskrifstofu. Póstföng deildarskrifstofanna eru á jw.org > UM OKKUR > HAFÐU SAMBAND.