Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 12.15 bls. 1
  • Tökum spámennina til fyrirmyndar – Habakkuk

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Tökum spámennina til fyrirmyndar – Habakkuk
  • Ríkisþjónusta okkar – 2015
  • Svipað efni
  • Treystum á Jehóva og lifum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
  • Fögnum yfir Guði hjálpræðis okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Hve miklu lengur fá óguðlegir að vera til?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
  • Jehóva er ekki seinn á sér
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2000
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2015
km 12.15 bls. 1

Tökum spámennina til fyrirmyndar – Habakkuk

1. Hvers vegna gætum við sett okkur í spor spámannsins Habakkuks?

1 Þegar við horfum upp á vaxandi illsku í heiminum getur okkur liðið eins og Habakkuk sem spurði Jehóva: „Hví sýnirðu mér illskuna og horfir aðgerðalaus á ranglætið?“ (Hab. 1:3; 2. Tím. 3:1, 13) Ef við hugleiðum boðskap og trúfesti Habakkuks getum við öðlast styrk til að halda út á meðan við bíðum eftir dómsdegi Jehóva. – 2. Pét. 3:7.

2. Hvernig sést að við lifum fyrir trúna?

2 Lifum fyrir trúna: Í stað þess að sökkva niður í örvæntingu hélt Habakkuk andlegri vöku sinni og var athafnasamur. (Hab. 2:1) Jehóva fullvissaði spámanninn um að orð hans myndi rætast á nákvæmlega réttum tíma og að ,hinn réttláti muni lifa fyrir trú sína‘. (Hab. 2:2-4) Hvaða þýðingu hefur þetta fyrir kristna menn sem lifa í lok endalokatímans? Það skiptir meira máli að vera sannfærður um að endirinn komi en að vita hvenær. Ef við höfum sterka trú erum við á varðbergi og látum þjónustuna hafa forgang. – Hebr. 10:38, 39.

3. Hvers vegna er nauðsynlegt fyrir okkur að viðhalda gleðinni í þjónustu Jehóva?

3 Gleðjumst í Jehóva: Þegar Góg frá Magóg ræðst á fólk Jehóva reynir á trú okkar. (Esek. 38:2, 10-12) Baráttan verður hörð jafnvel þeim sem að lokum sigra. Matur verður kannski af skornum skammti, við missum ef til vill eigur okkar og lífskjörin versna. Hvernig getum við brugðist við þegar vandamál koma upp? Habakkuk gerði ráð fyrir erfiðleikum og einsetti sér að viðhalda gleði sinni í þjónustu Jehóva. (Hab. 3:16-19) Gleði Jehóva hjálpar okkur líka að komast í gegnum erfiðleika sem við eigum eftir að mæta. – Neh. 8:10; Hebr. 12:2.

4. Hvaða gleði getum við notið núna og í framtíðinni?

4 Þeir sem hljóta vernd Jehóva á dómsdegi halda áfram að fá fræðslu um lífsveg Guðs. (Hab. 2:14) Þeir sem fá upprisu læra líka um Jehóva. Notum núna hvert tækifæri til að segja frá Jehóva og undursamlegum verkum hans. – Sálm. 34: 2; 71:17.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila